Ekki tekist að ráða í öll sumarstörfin fyrir námsmenn Atli Ísleifsson skrifar 19. júní 2020 13:57 Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. Vísir/vilhelm Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum, sem sköpuð voru í sérstöku átaksverkefni stjórnvalda, hefur verið töluvert minni en vísbendingar voru um að yrði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alls hafi sveitarfélögum landsins verið veitt heimild til að ráða í 1.700 störf í sumar, en ekki hafi tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450 af þeim þar sem margir umsækjenda höfðu þegar fengið vinnu annars staðar. Hver sóttu um sjö störf að meðaltali Umsóknarfresti er sömuleiðis lokið hjá stofnunum ríkisins og svo lokatölurnar þar á þann veg að 1.510 námsmenn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og hafi hver námsmaður sótt um tæplega sjö störf að meðaltali. „Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir námsmenn eru þegar komnir með vinnu. Það hefur komið sveitarfélögum og opinberum stofnunum á óvart hversu margir námsmenn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átakinu. Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur,“ segir í tilkynningunni. Ráðherra segir það gleðiefni að störfin gangi ekki út Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. „Við fórum af stað með 3.400 ný sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu, og vorum tilbúin að bæta enn frekar í ef aðstæður kölluðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eftirspurn námsmanna í þessi störf er minni en gert var ráð fyrir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tímabundin störf í sumar,” segir Ásmundur Einar. Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Eftirspurn námsmanna eftir sumarstörfum, sem sköpuð voru í sérstöku átaksverkefni stjórnvalda, hefur verið töluvert minni en vísbendingar voru um að yrði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu. Alls hafi sveitarfélögum landsins verið veitt heimild til að ráða í 1.700 störf í sumar, en ekki hafi tekist að ljúka ráðningu nema í tæplega 1.450 af þeim þar sem margir umsækjenda höfðu þegar fengið vinnu annars staðar. Hver sóttu um sjö störf að meðaltali Umsóknarfresti er sömuleiðis lokið hjá stofnunum ríkisins og svo lokatölurnar þar á þann veg að 1.510 námsmenn sóttu um þau 1.500 störf sem í boði voru og hafi hver námsmaður sótt um tæplega sjö störf að meðaltali. „Þrátt fyrir að ekki sé búið að úthluta þessum störfum er ljóst að ekki mun takast að fylla í þau vegna þess að margir námsmenn eru þegar komnir með vinnu. Það hefur komið sveitarfélögum og opinberum stofnunum á óvart hversu margir námsmenn voru búnir að ráða sig í vinnu þrátt fyrir að hafa sótt um störf sem búin voru til í átakinu. Því er ljóst að staða námsmanna á vinnumarkaði er umtalsvert betri en forystufólk námsmanna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störfum, sem búin voru til í tengslum við átakið, óráðstafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opinberum stofnunum lýkur,“ segir í tilkynningunni. Ráðherra segir það gleðiefni að störfin gangi ekki út Haft er eftir Ásmundi Einari Daðasyni félags-og barnamálaráðherra að nú þegar myndin sé að skýrast sé það mikið gleðiefni að tekist hafi að skapa það mörg störf að þau ganga ekki út. „Við fórum af stað með 3.400 ný sumarstörf fyrir námsmenn í fyrstu lotu, og vorum tilbúin að bæta enn frekar í ef aðstæður kölluðu á það. Við sjáum hins vegar á þessum tölum að eftirspurn námsmanna í þessi störf er minni en gert var ráð fyrir, og því ekki þörf á að skapa fleiri tímabundin störf í sumar,” segir Ásmundur Einar.
Vinnumarkaður Hagsmunir stúdenta Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira