Jöfn og frjáls! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 19. júní 2020 22:54 Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Heiða Björg Hilmisdóttir Jafnréttismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á Kvenréttindadaginn minnumst við langrar og erfiðrar baráttu kvenna fyrir kvenfrelsi, kosningarétti og kjörgengi og dagurinn í ár var jafn hátíðlegur og hvetjandi og alltaf. Við gleymum nefnilega oft í dagsins önn að þakka þeim konum sem tóku slaginn fyrir kynsystur sínar og kröfðust þess að konur væru líka menn. Um leið og við fyllumst þakklæti og lítum til baka þá er líka mikilvægt að horfa fram og velta fyrir sér hvar erum við stödd. Við eigum því miður enn langt í land að ná fullkomnu jafnrétti á Íslandi og birtingarmyndir þess samfélagsbundna óréttlætis eru margar og þekktar. Þar má nefna launamun kynjanna, kynbundið ofbeldi, kynbundin forystuhlutverk, hlutfall viðmælenda fjölmiðla og svo fleira og fleira. Við í Reykjavíkurborg höfum undir stjórn Samfylkingar tekið stór og mikilvæg skref í jafnréttisátt. Við höfum unnið markvisst að því að eyða launamun með þeim árangri að hann mælist varla. Jafnréttisborgin Reykjavík Á síðasta kjörtímabili settum við á fót ofbeldisvarnarnefnd sem hefur forgangsraðað aðgerðum hvað varðar heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn börnum. Við höfum sett viðbragðsreglur um hvernig bregðast skuli við áreitni og ofbeldi starfsemi borgarinnar og við nýtum okkur verkfæri kynjaðrar fjárhagsáætlunar til að reyna að tryggja að áhrif aðgerða okkar og framkvæmda hafi ekki neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna eða jafnrétti almennt. Til að mynda eiga skólar, íþróttafélög og aðrir að setja sér jafnréttisáætlanir og fylgja þeim. Á síðasta ári höfum við horft mikið til kvenna af erlendum uppruna, fatlaðra kvenna, heimilislausra kvenna, eldri kvenna og hinsegin fólks sem við þurfum að taka með okkur í baráttuna fyrir jöfnum rétti og tækifærum allra. Við erum öll jöfn, við höfum náð miklum árangri í kvennabaráttunni og ef við tökum öll höndum saman getum við náð fullu jafnrétti á Íslandi. Höfundur er borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun