Segir umfangsmikla skimun láta Bandaríkin líta illa út Samúel Karl Ólason skrifar 22. júní 2020 08:44 Donald Trump í Tulsa á laugardaginn. AP/Ian Maule Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið harðlega gagnrýndur um helgina eftir að hann sagðist hafa beðið embættismenn um að hægja á skimun fyrir Covid-19. Það hafi hann gert til að draga úr staðfestum fjölda smita í Bandaríkjunum til að láta ástandið líta betur út. Þetta sagði Trump á laugardaginn, sama dag og átta ríki Bandaríkjanna tilkynntu metfjölda nýsmitaðra. Demókratar á þingi, heilbrigðisstarfsmenn og sérfræðingar hafa lýst yfir áhyggjum af ummælum forsetans og segja það til marks um að hann hafi meiri áhyggjur af því hvernig hann sjálfur lítur út en því að berjast gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar. Nánar tiltekið þá sagði Trump að skimun væri tvíeggja sverð. Með umfangsmikilli skimun, fjölgaði opinberum smitum. „Svo ég sagði við fólkið mitt: Hægið á skimuninni,“ sagði Trump. Hvíta húsið sagði í kjölfarið að Trump hafi eingöngu verið að grínast, sem talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa oft sagt eftir að Trump hefur látið umdeild ummæli falla. Chad Wolf, starfandi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, segði í gær að hann hefði ekki heyrt Trump skipa neinu að hægja á skimun. Að ummælin væru til marks um pirring Trump gagnvart fjölmiðlum. Í stað þess að fjalla um það hve mikill árangur hefði náðst í skimun fyrir Covid-19, fjölluðu fjölmiðlar ekki um neitt annað en það hve margir væru smitaðir í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum frá Johns Hopkins háskólanum, sem heldur utan um opinberar tölur, hafa tæplega 2,3 milljónir Bandaríkjamanna smitast og tæplega 120 þúsund dáið. Trump sjálfur tísti þó um málið í nótt þar sem hann virtist standa á sínu. Umfangsmikil skimun væri ekki jákvæð því þá litu Bandaríkin svo illa út. Our Coronavirus testing is so much greater (25 million tests) and so much more advanced, that it makes us look like we have more cases, especially proportionally, than other countries. My message on that is very clear!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 22, 2020 Heimildarmenn Washington Post innan Hvíta hússins segja Trump ekki hafa skipað að hægja ætti á skimun fyrir Covid-19. Ummælin hjálpi þó alls ekki. Á sama tíma og smituðum fjölgar víða í Bandaríkjunum sé Hvíta húsið að reyna að sannfæra Bandaríkin um að barátta ríkisstjórnarinnar sé að skila miklum árangri. Mike Pence, varaforseti, hélt því til að mynda fram á dögunum að smituðum fækkaði hratt í Bandaríkjunum. Það er ekki rétt, þvert á móti. Smituðum fjölgar enn, þó dregið hafi úr þeirri fjölgun frá hápunkti faraldursins í Bandaríkjunum, og álag hefur aukist á sjúkrahúsum. Í grein sem hann skrifaði á vef Wall Street Journal í síðustu viku, sagði Pence að fjölmiðlar væru að reyna að ala á ótta Bandaríkjamanna og önnur bylgja faraldursins væri ekki að ganga yfir landið. Það er að vissu leyti rétt hjá Pence. Sérfræðingar eru sammála því að önnur bylgja smita sé ekki að ganga yfir Bandaríkin. Landið sé enn að eiga við fyrstu bylgjuna. „Þegar þú hefur rúmlega tuttugu þúsund smit á degi hverjum, hvernig getur þú þá talað um aðra bylgju?" sagði Anthony Fauci. yfirmaður smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, um ummæli Pence. „Við erum í fyrstu bylgjunni. Komum okkur úr henni áður en við förum að tala um aðra bylgju.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21 Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Nýtt met slegið í faraldrinum: Aldrei fleiri smit greinst á sólarhring Í dag var met slegið í fjöldi nýgreindra kórónuveirusmita í heiminum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO. 21. júní 2020 22:21
Fyrsti fjöldafundur Trump síðan að faraldurinn hófst Fyrsti fjöldafundur Donald Trump frá því í mars er hafinn í borginni Tulsa í Oklahoma. Heilbrigðisyfirvöld í Oklahomaríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að fundurinn væri haldinn þar sem að tilfellum kórónuveirunnar fjölgar enn hratt í ríkinu. 20. júní 2020 23:54
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33
Trump-liðar reyna að endurskrifa söguna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og bandamenn hans á Fox og víðar vinna nú hörðum höndum að því að endurskrifa söguna og halda því fram að þeir hafi ávallt tekið Covid-19 heimsfaraldrinum alvarlega. 18. mars 2020 15:00