Vill minnisvarða um fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2020 07:54 Vilhjálmur Bjarnason vill sjá minnisvarðann sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem Hans Jónatan starfaði. Alþingi/Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“ Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Vilhjálmur Bjarnason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi. Vilhjálmur hefur lagt fram þingsályktunartillögu þessa efnis þar sem ríkisstjórn er falið að setja upp minnismerkið um „þrælinn sem kaus frelsið“, sem næst verslunarhúsunum á Djúpavogi þar sem hann starfaði. „Minnismerkið verði fyrst og fremst ákall um það frelsi sem er göfugast allra mannréttinda og má aldrei gleymast þótt móti blási í erfiðum heimi.“ Hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur Í greinargerð með tillögunni segir að víða um lönd séu nú rifjaðar upp afleiðingar þrælasölu og þrælahalds á fyrri öldum. „Mótmæli í Bandaríkjunum í kjölfar morðsins á blökkumanninum George Floyd í Minneapolis 25. maí sl. hafa hrundið af stað alþjóðlegri hreyfingu, sem krefst þess að hlutur þeirra er hnepptir voru í þrældóm verði réttur, örlaga þeirra verði minnst og kjör afkomenda þeirra verði bætt. Í Danmörku, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar er rætt um á hvern veg á að standa að þessu,“ segir í greinargerðinni. Kaus frelsi og strauk til Íslands Þar er sömuleiðis ævi leysingjans Hans Jónatan rakin í stuttu máli, en hann fæddist á St. Croix í Dönsku Jómfrúaeyjum árið 1784 og er sagður tengja Ísland sterkari böndum við sögu þrældómsins á síðustu öldum en nokkur annar. Frá Djúpavogi.Vísir/Vilhelm „Hann var fæddur í þrældóm því móðir hans var ambátt ættuð frá Afríku, faðirinn var hvítur, líklega danskur. Sjö ára að aldri var Hans Jónatan fluttur til Kaupmannahafnar á heimili eigenda sinna, Schimmelmannhjóna, sem þá voru flutt til Danmerkur frá St. Croix. Hann gat sér gott orð í orustunni um Kaupmannahöfn árið 1801. Það dugði honum þó ekki til að losna undan ánauð. Eigandi hans höfðaði sögulegt mál til að staðfesta eign sína á Hans Jónatan og vann það mál. Hans Jónatan sætti sig ekki við niðurstöðuna, hann kaus frelsi og strauk til Íslands árið 1802. Hann settist að á Djúpavogi þar sem hann gegndi verslunarstörfum og gerðist bóndi,“ segir í greinargerðinni. Reyndist góður þegn Ennfremur segir Vilhjálmur að Íslendingar hafi tekið Hans Jónatan vel og hafi hann reynst góður þegn. „Ekkert bendir til að hann hafi þurft að líða fyrir dökkan hörundslit eða uppruna sinn í þrældómi. Afkomendur hans og eiginkonu hans, Katrínar Antoníusdóttur frá Hálsi í Hamarsfirði, eru nú um eitt þúsund. Hér er lagt til að reistur verði minnisvarði á Djúpavogi um Hans Jónatan, fyrsta blökkumanninn sem settist að á Íslandi.“
Alþingi Styttur og útilistaverk Djúpivogur Dauði George Floyd Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent