Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 10:58 Hæstiréttur Íslands Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira