Heildstæðari áætlun og áhersla á mælanleg markmið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2020 19:28 Katrín Jakobsdóttir kynnti innihald nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum ásamt umhverfisráðherra, samgönguráðherra og fjármálaráðherra í dag. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi. Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Gert er ráð fyrir að Ísland nái 35 prósenta samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030 samkvæmt nýrri aðgerðaáætlun. Það er meira en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Ráðherrar óttast ekki að veik og óskilvirk stjórnsýsla komi í veg fyrir að Ísland standi við skuldbindingar, líkt og vísbendingar eru um. Stjórnvöld kynntu nýja aðgerðaáætlun í loftslagsmálum á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag. „Við erum að sýna fram á að við náum alþjóðlegum skuldbindingum okkar um 29% samdrátt og gott betur, það er að segja 35%, og þegar við lítum til aðgerða sem að enn eru í mótun þá er líklegt að við ættum að geta ná 40-46% samdrætti sem að er meira en ríkisstjórnin hefur sett sér markmið um,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Áætlunin sem kynnt var í dag er í raun uppfærð útgáfa sambærilegrar aðgerðaáætlunar sem kynnt var 2018. „Þessi áætlun er miklu heildstæðari en fyrri áætlun og þarna erum við að sjá út reiknaðar aðgerðir og stóru tíðindin eru þau að við teljum okkur geta náð þeim markmiðum sem við höfum sett okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Í drögum að skýrslu sem Capacent vinnur fyrir Loftslagsráð stjórnvalda kemur meðal annars fram að stjórnsýslan sé um margt veik og óskilvirk, og að það skorti heildarsýn um það hvernig Ísland hyggist standa við alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. „Þessi aðgerðaáætlun sem hefur auðvitað verið töluvert lengi í mótun, hluti af henni er að bæta stjórnsýsluna, meðal annars með stofnun ráðherranefndar um loftslagsmál. Það er alltaf flókið að verkefnum sem teygja sig yfir mörg ráðuneyti og margar stofnanir,“ segir Katrín. „Við erum þegar búin að bregðast við sumum af þeim athugasemdum sem koma fram en munum jafnframt vinna með athugasemdir sem að við teljum að ennþá standi út af, að sjálfsögðu,“ segir Guðmundur Ingi.
Alþingi Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira