Borgarstjóri afhjúpaði listaverk á Lækjartorgi í dag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2020 21:31 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri afhjúpaði listaverkið í dag. Verkið er hluti af HönnunarMars sem fer nú fram í höfuðborginni. SIGURJON OLASON Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. Meðal þess sem hægt er að sjá er handspritt unnið úr sítrónum á síðasta söludegi og handtöskur úr gömlum gjafaborðum. Hátíðin fer nú fram í tólfta sinn og í fyrsta sinn er hún haldin í júnímánuði, en henni var frestað vegna faraldurs kórónuveirunnar. Ofin kórónuveira Að sýningu Textílfélagsins koma 25 konur. En í félaginu eru 100 konur. Meðal verka á sýningunni er ofin kórónuveira. „Þetta eru ofin verk á tölvustýrðum vefstól sem er einn til á landinu á Blönduósi. Þetta verk heitir ofsi eða óveður þar sem það var mikið um óveður í febrúar þegar ég var að gera þessi verk. Hér er síðan verið að vinna með endurvinnslu af böndum sem voru utan á jólapökkum,“ sagði Kristveig Halldórsdóttir, myndlistarmaður. Þær Brynhildur Þórðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir eru meðlimir í Textílfélagi Íslands. Þær vilja vekja athygli á félaginu í von um að karlmenn taki virkan þátt í starfseminni, en í félaginu eru einungis konur.SIGURJON OLASON Skeið fyrir salt og skeið fyrir ís Keramíkdeild Myndlistarskólans í Reykjavík stendur fyrir sýningu þar sem hugtökin sjálfbærni og matarhefðir eru í fararbroddi. „Hér er hægt að geyma olíu í og hérna er hægt að setja salt og pipar. Svo er skeið sem fylgir ef maður vill færa saltið,“ sagði Aldís Yngvadóttir, nemi í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið Plastplan sækir plast til samstarfsfyrirtækja og skilar því endurunnu. Úr plasti frá Ísbúð Vesturbæjar vinnur fyrirtækið nýjar skeiðar fyrir ísbúðina. „Hér eru læsingar þannig að tunnur fjúki ekki upp í roki. Þetta er bara brot af því hvernig við vinnum. Við reynum alltaf að finna einfalda og góða lausn,“ sagði Björn Steinar Blumenstein, eigandi Plastplan. Björn Steinar Blumenstein er eigandi Plastplan. SIGURJON OLASON Í faraldri kórónuveirunnar ákvað hann að framleiða handspritt úr matarafgöngum. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við matvælainnflytjendur og er um að ræða átak gegn matarsóun. „Hér höfum við handspritt bruggað úr sítrónum sem voru komnar fram yfir síðasta söludag.“ „Í sírtónuspíran nota ég bara safa úr sírtónu, gerja hann áður en ég eima,“ sagði Björn. Risaspegill á Lækjartorgi Þá var verkið Torg í speglun afhjúpað á Lækjatorgi í dag. Valdís Steinarsdóttir, hönnuður verksins segir það snúast um útgeislun og samspil borgarbúa við útiverk í miðbænum. Arnar Ingi Viðarsson, annar hönnuður verksins, segir markmið þess að búa til nýjar og spennandi upplifanir þar sem áhorfandinn hefur bein áhrif á útlit verksins. Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson hönnuðu listaverkið Torg í speglun. Hægt er að skoða verkið á Lækjartorgi,SIGURJON OLASON HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. Meðal þess sem hægt er að sjá er handspritt unnið úr sítrónum á síðasta söludegi og handtöskur úr gömlum gjafaborðum. Hátíðin fer nú fram í tólfta sinn og í fyrsta sinn er hún haldin í júnímánuði, en henni var frestað vegna faraldurs kórónuveirunnar. Ofin kórónuveira Að sýningu Textílfélagsins koma 25 konur. En í félaginu eru 100 konur. Meðal verka á sýningunni er ofin kórónuveira. „Þetta eru ofin verk á tölvustýrðum vefstól sem er einn til á landinu á Blönduósi. Þetta verk heitir ofsi eða óveður þar sem það var mikið um óveður í febrúar þegar ég var að gera þessi verk. Hér er síðan verið að vinna með endurvinnslu af böndum sem voru utan á jólapökkum,“ sagði Kristveig Halldórsdóttir, myndlistarmaður. Þær Brynhildur Þórðardóttir og Kristveig Halldórsdóttir eru meðlimir í Textílfélagi Íslands. Þær vilja vekja athygli á félaginu í von um að karlmenn taki virkan þátt í starfseminni, en í félaginu eru einungis konur.SIGURJON OLASON Skeið fyrir salt og skeið fyrir ís Keramíkdeild Myndlistarskólans í Reykjavík stendur fyrir sýningu þar sem hugtökin sjálfbærni og matarhefðir eru í fararbroddi. „Hér er hægt að geyma olíu í og hérna er hægt að setja salt og pipar. Svo er skeið sem fylgir ef maður vill færa saltið,“ sagði Aldís Yngvadóttir, nemi í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Fyrirtækið Plastplan sækir plast til samstarfsfyrirtækja og skilar því endurunnu. Úr plasti frá Ísbúð Vesturbæjar vinnur fyrirtækið nýjar skeiðar fyrir ísbúðina. „Hér eru læsingar þannig að tunnur fjúki ekki upp í roki. Þetta er bara brot af því hvernig við vinnum. Við reynum alltaf að finna einfalda og góða lausn,“ sagði Björn Steinar Blumenstein, eigandi Plastplan. Björn Steinar Blumenstein er eigandi Plastplan. SIGURJON OLASON Í faraldri kórónuveirunnar ákvað hann að framleiða handspritt úr matarafgöngum. Verkefnið vinnur hann í samstarfi við matvælainnflytjendur og er um að ræða átak gegn matarsóun. „Hér höfum við handspritt bruggað úr sítrónum sem voru komnar fram yfir síðasta söludag.“ „Í sírtónuspíran nota ég bara safa úr sírtónu, gerja hann áður en ég eima,“ sagði Björn. Risaspegill á Lækjartorgi Þá var verkið Torg í speglun afhjúpað á Lækjatorgi í dag. Valdís Steinarsdóttir, hönnuður verksins segir það snúast um útgeislun og samspil borgarbúa við útiverk í miðbænum. Arnar Ingi Viðarsson, annar hönnuður verksins, segir markmið þess að búa til nýjar og spennandi upplifanir þar sem áhorfandinn hefur bein áhrif á útlit verksins. Valdís Steinarsdóttir og Arnar Ingi Viðarsson hönnuðu listaverkið Torg í speglun. Hægt er að skoða verkið á Lækjartorgi,SIGURJON OLASON
HönnunarMars Tíska og hönnun Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33 Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16 Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00 Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Sjá meira
HönnunarMars hófst í dag Hátíðin HönnunarMars hófst formlega í dag. Á dagskrá eru áttatíu sýningar og hundrað viðburðir um allt höfuðborgarsvæðið. 24. júní 2020 12:33
Dagskrá HönnunarMars: Dagur eitt Hátíðin HönnunarMars 2020 er formlega hafin. Í dag brestur hátíðin á í 12 sinn og í fyrsta sinn í júní. Hér má sjá opnanir og viðburði á HönnunarMars í dag. 24. júní 2020 10:16
Greina tonn frá Rauða krossinum til að sýna neyslumenningu Íslendinga Í dag opnaði sýningin FLOKK TILL YOU DROP í Hönnunarsafni Íslands. Sýningin er hluti af HönnunarMars í ár og er „ádeila á úrelta orðatiltækið shop till you drop.“ Verkefnið stuðlar að því að auka vitundarvakningu um neyslumenningu Íslendinga 23. júní 2020 14:00
Íslensk flík: Klæðumst því sem okkur er næst #íslenskflík er verkefni Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem hér er að finna. 24. júní 2020 09:37