Kaflinn hálli en ella vegna mikils hita og úrhellis Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 13:16 Slysið varð á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis á sunnudaginn. Vegagerðin Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Unnið hafði verið að yfirlögn á kaflanum á Vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis, þar sem banaslysið varð á sunnudaginn, síðastliðið fimmtudagskvöld. Eftirlitsmaður hafði metið aðstæður að lokinni yfirlögn þannig að hætta væri á hálku og tekið ákvörðun um að vara við hálku með merkingum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni þar sem fjallað er um banaslysið þar sem tveir fórust eftir árekstur bifhjóls og húsbíls. „Mikill hiti á sunnudag og úrhellis rigning leiðir síðan til þess að þessi kafli verður enn hálli en ella og eru aðstæður þannig mjög slæmar þegar hið hörmulega slys verður,“ segir í tilkynningunni. Athuga hvort yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála Vegagerðin segir að farið sé yfir málið þar sem farið ofan í þessa einstöku framkvæmd með þeim verktökum sem að þeim komu. Að auki verði verkferlar skoðaðir og breytingar gerðar til þess að freista þess að svona atburður endurtaki sig ekki. „Starfsfólk Vegagerðarinnar er slegið yfir þessu slysi og hugur okkar er með ættingjum og aðstandendum þeirra sem létust í slysinu. Umferðaröryggi er eitt það mikilvægasta í öllum störfum Vegagerðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Líkt og fram kom í samtali Vísis við Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra í hádeginu þá er nú farið yfir hvort að verklag við yfirlögn hafi staðist útboðsskilmála og hvort Vegagerðin ásamt verktökum og eftirliti skuli endurskoða og efla enn frekar öryggiskröfur við framkvæmdir að þessu tagi. Hálkumæla kaflann „Unnið er að því að hálkumæla umræddan kafla ásamt öðrum köflum á höfuðborgarsvæðinu sem grunur er um að séu einnig og hálir. Að því loknu verða þeir sandaðir. Hraði á þessum köflum hefur verið tekinn niður. Vegagerðin biður vegfarendur um að aka varlega sérstaklega í ljósi þess að spáð er háu hitastigi og einnig má búast við rigningu sem eykur möguleika á varasömu ástandi nýlagðs malbiks. Enn á ný, Vegagerðin harmar þetta slys og starfsfólk sendir aðstandendum hinna látnu okkar dýpstu samúð,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55 Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn hafi ekki samræmst útboðsskilmálum Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, segir að fyrsta mat bendi til þess að yfirlögn á vegkaflanum þar sem banaslysið varð í gær hafi ekki samræmst útboðsskilmálum. Mælirinn er fullur hjá bifhjólasamfélaginu á Íslandi sem krefst úrbóta á hættulegum vegköflum landsins. 29. júní 2020 11:55
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Bifhjólasamtök efna til mótmæla við Vegagerðina Sniglar, Bifhjólasamtök Lýðveldisins, hafa efnt til mótmæla við húsnæði Vegagerðarinnar í Borgartúni, næstkomandi þriðjudag. Mótmælin snúa að hættulegum vegköflum á vegum landsins og verður úrbóta krafist. 28. júní 2020 23:26