Telja að viðvörunarkerfi Icelandair-þotunnar hafi komið í veg fyrir flugslys Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júlí 2020 17:57 Þotan var af gerðinni Boeing 757. Vísir/vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði. Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) telur að viðvörunarkerfi Icelandair-þotu sem kom inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli í október 2016 hafi komið í veg fyrir flugslys. Þá telur nefndin líklegt að flugstjórinn hafi misst yfirsýn yfir aðflugið á „örlagastundu“, þar sem hann þurfti að stilla og handvelja flug-og fallhraða. Þetta kemur fram í skýrslu RNSA um atvikið sem birt var í dag. Talsverð hætta skapaðist þegar Boeing 757-þota Icelandair flaug óeðlilega nálægt jörðu í aðflugi að Keflavíkurflugvelli 19. október 2016. Vélin var á leið frá Glasgow og kom að Keflavík úr norðri skömmu eftir klukkan þrjú síðdegis. Lenda átti á flugbraut 19. Vonskuveður var í Keflavík umrætt síðdegi og í skýrslu rannsóknarnefndar segir að flugmennirnir hafi rætt sín á milli hvort þeir ættu að bíða veðrið af sér í Glasgow, sem að endingu var ekki gert. Sáu ekki til jarðar fyrr en þeir sneru við Að sögn flugmannanna var gríðarmikil úrkoma þegar þeir komu niður úr skýjum í aðflugi að Keflavíkurflugvelli og sáu þeir ekki til jarðar. Þegar flugvélin var komin niður í um 500 feta hæð yfir jörðu fór svokallaður framsýnn jarðvari flugvélarinnar í gang, sem gaf til kynna að flugvélin væri of nálægt jörðu. Viðvaranirnar héldu áfram þar til flugvélin tók að hækka flugið á ný. Lægsta hæð flugvélarinnar yfir jörðu, samkvæmt gögnum ferðrita, varð 221 fet klukkan 15:15:12. Um tíu sekúndum síðar hafði flugturn samband við flugmennina til að gefa þeim heimild til lendingar en þeir létu þá vita að þeir hefðu byrjað fráhvarfsflug. Þeir sögðust ekki hafa séð til jarðar fyrr en eftir að þeir hófu fráhvarfsflugið. Vegna mikils hliðarvinds urðu flugmennirnir að fljúga tvö aðflug að flugbraut 11 áður en flugvélinni var lent á henni. Höfðu ekki fengið tækifæri til að æfa aðflugið Í niðurstöðum rannsóknarnefndar er ýmislegt tínt til um atvikið. Þannig hafi rannsókn gefið til kynna að flughermir sem notast var við í upphafi verklegar þjálfunar hermdi ekki rétt eftir hegðun Boeing 757-flugvéla í aðflugi undir svokallaðri svæðisleiðsögu (Area navigation, RNAV). Þá kvaðst flugstjórinn ekki viss um hvort þeir flugmennirnir væru að fljúga rétt aðflug við lendingu og tóku vangavelturnar um það bæði tíma og einbeitingu frá honum í aðfluginu. Rannsóknarnefndin telur að orsakir slyssins megi m.a. rekja til þess að flugmennirnir hafi ekki verið vanir að fljúga svokallað RNAV-aðflug, þ.e. aðflug eftir svæðisleiðsögu. Þá hefðu hvorki flugmenn né flugumferðarstjórar vitað hvaða aðflug samkvæmt svæðisleiðsögu var í gildi fyrir flugbraut 19. Flugmennirnir höfðu heldur ekki haft færi á að æfa slík aðflug og þá höfðu flugmenn og flugumferðarstjórar ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu framkvæmda á flugvellinum. Rannsóknarnefndin telur einnig líklegt að flugmaðurinn sem flaug flugvélinni hafi verið með hugann við að stilla og handvelja flughraða og fallhraða og því „misst yfirsýn á örlagastundu í aðfluginu.“ Samvinnu í flugstjórnarklefanum á milli flugmanna hafi einnig líklega verið ábótavant, auk þess sem slæmt skyggni og mikill vindur var á svæðinu. Þá telur rannsóknarnefndin að viðvaranir frá framsýnum jarðvara hafi komið í veg fyrir að flugslys yrði.
Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgönguslys Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira