Breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes boðin út í næstu viku Kristján Már Unnarsson skrifar 1. júlí 2020 23:04 Fyrsti kaflinn sem boðinn verður út liggur milli Varmhóla og Vallár við Grundarhverfi. Stöð 2/Skjáskot. Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Fyrsti áfanginn í breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes verður boðinn út í næstu viku. Miðað er við að framkvæmdir hefjist síðsumars og að verkinu í heild verði lokið eftir þrjú ár. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Þjóðvegurinn um Kjalarnes hefur verið markaður alvarlegum umferðarslysum og hafði Vegagerðin vonast til að hefja endurbætur í fyrrasumar. Skipulagsstofnun greip þá í taumana og úrskurðaði að breikkun vegarins skyldi fara í umhverfismat en bæði Vegagerðin og sveitarfélög á Vesturlandi kærðu þann úrskurð. Þótt úrskurður Skipulagsstofnunar hafi í vor verið lýstur ógildur vegna formgalla fór umhverfismatið engu að síður fram og hefur stofnunin núna lýst áliti sínu á framkvæmdinni. Þar segir Skipulagsstofnun að svo umfangsmikil uppbygging vegamannvirkja muni hafa talsvert neikvæð áhrif á landslag og ásýnd. Mikið rask verði á gróðri en stofnunin tekur fram að það sé einkum á gróðurlendi sem mótað sé af mannavöldum og hafi ekki mikið verndargildi. Líkur aukist á því að keyrt verði á fugla þar sem aukning verði á hraða og umferð. Þá muni búsvæði fugla tapast vegna nýrra hliðarvega og framkvæmdirnar muni raska fornleifum. Skipulagsstofnun viðurkennir þó að þær muni hafa jákvæð áhrif á umferðaröryggi. Varmhólar, þar sem byrjað verður að breikka veginn, sjást ofarlega til vinstri.Stöð 2/Skjáskot. Núna þegar umhverfismatið er að baki er Vegagerðinni ekkert að vanbúnaði að hefjast handa og verður fyrsti áfanginn, kafli frá Varmhólum að Vallá, boðinn út á mánudag, og tilboð opnuð 11. ágúst. Næsti áfangi, frá Vallá að Hvalfjarðarvegi, á svo að fara í útboð í haust, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Alls á að breikka Vesturlandsveg á níu kílómetra kafla í 2+1 veg með aðskildum akreinum. Þrjú hringtorg verða á leiðinni; við Móa, Grundarhverfi og Hvalfjarðarveg. Samhliða breikkuninni verður vegtengingum fækkað með gerð hliðarvega upp á tæpa tólf kílómetra. Verklok eru áætluð vorið 2023. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Skipulag Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira