Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Jakob Bjarnar skrifar 2. júlí 2020 11:17 Griðungur, gammur, dreki og bergrisi ... Sigmundur Davíð og Miðflokksmenn kunna vel að meta hinn þjóðernislega tón sem sleginn er í nýju kynningarefni frá KSÍ. Ýmsir aðrir klóra sér í kolli. Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist. KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Myndband frá auglýsingastofunni Brandenburg, sem unnið var í samstarfi við KSÍ og fylgir úr hlaði nýju merki, nýju útliti fyrir landslið Íslands, ætlar að reynast verulega umdeilt. Og jafnvel að greina megi flokkspólitískar línur í afstöðu til þess. Meðan hrollur fer um margan manninn er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hinn ánægðasti og lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni: „Flott merki og myndband!“ Kvitt og klárt. Miðflokkurinn er sáttur En það sem heillar Sigmund Davíð er kannski einmitt það sem veldur hrolli og jafnvel óhug í huga ýmissa annarra. Miðflokkurinn leggur upp úr því að horft sé til fortíðar og að menn séu þjóðhollir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir einfaldlega: „Ööööö - hvaða miðill aðstoðaði KSÍ við að ráða Jónas frá Hriflu sem ráðgjafa við gerð nýju auglýsingarinnar?“ „Slagorðið Blut und Boden kom upp í huga mér þegar ég horfði á þetta,“ segir Bjarni Már Magnússon prófessor hjá Háskólanum í Reykjavík. Sem þýðir bókstaflega blóð og jörð á íslensku og var slagorð nasista 3. ríkisins. Prófessorinn birtir myndbandið á Twittersíðu sinni og fylgir því úr hlaði með þeim orðum að heppilegt hefði verið ef KSÍ hefði fengið einhvern sérfróðan um „um sögu fyrri hluta 20. aldar og uppgang hægri öfgahreyfinga til að útskýra hvers vegna þetta myndband gæti vakið upp óþægileg hugrenningartengsl áður en það var birt opinberlega.“ Flogaveikir varist áhorf Arnór Snæbjörnsson leggur orð í belg á þeim vettvangi og segir að Ísland sé ekki Svíþjóð eða UK: „þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni (flogaveikir varist áhorf) eru aðallega undarleg fyrir sitt Kaupthinking.“ Bjarni Már segir að hið nýja myndband KSÍ minni hann helst á Blut and Boden. Guðmundur Andri Thorsson þingmaður Samfylkingar og rithöfundur er einnig hugsi og veltir málinu fyrir sér á sinni Facebooksíðu: „Mér finnst nú heldur mikið í lagt í nýju KSÍ-auglýsingunni að láta líf þjóðarinnar í þúsund ár snúast um að verjast grimmum innrásarherjum, og nota til þess heilaspunann úr Snorra Sturlusyni um ófreskjur sem magnaðar voru að hans sögn upp gegn útsendara Haraldar Gormssonar, og urðu svo löngu síðar að táknmyndum landsfjórðunganna undir heitinu „landvættir“. Þetta er í grundvallaratriðum röng sýn. Og það er slæmt að ýta undir hana,“ segir Guðmundur Andri en enginn ætti að velkjast í vafa um að hann kann sín fræði. Sagan snýst ekki um varnarbaráttu gegn erlendri ásælni Guðmundur Andri telur að þeir sem halda með Íslandi ættum að geta gert það án þess að allt þetta bull fylgi með. „Saga Íslands snýst ekki um stöðuga varnarbaráttu gegn erlendri ásælni. Hún sýnir á öllum tímum að einangrun er slæm og forsenda gróandi þjóðlífs eru viðskipti og samskipti við erlendar þjóðir, sístreymi þarna á milli.“ Brandenburg og helstu stjórnendur þar, Jón Ari Helgason og Bragi Valdimar Skúlason, deila myndbandinu á samfélagsmiðlum og greina frá tilurð þess, stoltir: „Við erum einstaklega stolt af því að geta loksins sýnt ykkur nýja ásýnd landsliðanna okkar í knattspyrnu, ásamt nýju myndmerki. Þetta er verkefni sem við höfum unnið að síðasta árið fyrir KSÍ. Hér er kynning á nýju ásýndinni — fyrir Ísland!“ Og eftirtaldir samstarfsaðilar fá kærar þakkir: KSÍ, Hannes Þór Halldórsson, leikstjórn, Svenni Speight, ljósmyndir, Hera Hilmarsdóttir, lestur, Ásgeir Jón Ásgeirsson, myndskreytingar og Pétur Jónsson, tónlist.
KSÍ Alþingi Fótbolti Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
KSÍ opinberar nýtt merki íslenska landsliðsins Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt nýtt merki sambandsins sem mun prýða treyjur íslenska landsliðsins næstu árin ef ekki áratugina. 1. júlí 2020 15:10