Guðni vísar því til föðurhúsanna að finna megi „hálf-fasísk“ skilaboð í myndbandinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 19:55 Guðni Bergsson fyrir kappræðurnar í gær. vísir/vilhelm Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“ Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Guðni Bergsson formaður KSÍ segir að þeir sem gagnrýnt hafi kynningarmyndband sambandsins á nýju merki landsliða Íslands verði að sjá í hvaða samhengi það er sett fram. Hann vísar því til föðurhúsanna að í því megi finna einhvers konar „hálffasísk skilaboð.“ Myndbandið sem kynnir hið nýja merki til leiks hefur vakið mikla athygli og fengið mikið áhorf. Ekki virðast þó allir vera á eitt sáttir með myndbandið og það myndmál sem finna má í því. Þannig ritaði Illugi Jökulsson bréf til Guðna þar sem hann benti honum á að í myndbandinu væri ýtt undir „hálffasíska en alranga söguskoðun um að Íslendingar þyrftu í sífellu að berjast.“ Gagnrýnin hefur einnig heyrst úr öðrum áttum, líkt og Vísir greindi frá í dag. Þáttastjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni slógu á þráðinn til Guðna til að heyra hvað honum þætti um þá gagnrýni sem heyrst hefur. „Hún hefur vissulega komið mér á óvart. Ég verð nú að segja það. Ég hef nú svarað Illuga og ég vil nú bara benda á í sjálfu sér að það verður að sjá í hvaða samhengi þetta er allt sett fram. Við erum auðvitað að vísa í sagnahefð okkar varðandi landvættina. Þegar við erum að tala um að hrinda einhvers konar árásum þá er þetta auðvitað bara líkingamál,“ sagði Guðni. „Við erum að tala um gamma, griðung, dreka og bergrisa sem er nú vísbending um það að þetta sé fært í stílinn,“ bætti hann við til að undirstrika mál sitt. Þá sagði hann að það kæmi ekki til greina að búa til einhverja aðra útgáfu fyrir þá sem ekki tengi við landvættina og annað sem KSÍ vísaði í í myndbandinu. Allir eigi rétt á sínum skoðunum en hann get ekki tekið undir að þarna megi finna einhvers konar hálf-fasísk skilaboð. „Ég held að þegar grannt er skoðað og ég er búinn að fara yfir myndbandið og lesa textann oftar en einu sinni og oftar en tvisvar, þarna gekk fólki bara eitt gott til og ég algjörlega vísa því til föðurhúsanna að hér sé einhvers konar hálffasísk skilaboð eða eitthvað slíkt. Við erum þarna að skapa ákveðin hughrif.“
Fótbolti KSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30 Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05 Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30 Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Landsliðsmerkið slær í gegn: Milljón spilanir á innan við sólarhring Nýtt merki íslensku knattspyrnulandsliðanna hefur slegið í gegn í netheimum eftir að það var kynnt í gær. Myndband sem KSÍ birti á Twitter-síðu sinni hefur verið spilað í yfir milljón skipta á innan við sólarhring og eru viðbrögðin ákaflega jákvæð. 2. júlí 2020 15:30
Mjög ánægð með nýtt merki og treyju KSÍ | Virðist klæða alla jafn vel Nýtt landsliðsmerki, treyjan sjálf og varningur fá góða dóma. 2. júlí 2020 14:05
Sports Illustrated fjallar um leikstjórann Hannes Eitt frægasta íþróttablað heims fjallar um hinn fjölhæfa landsliðsmarkvörð Íslands. 2. júlí 2020 13:30
Nýtt myndband frá KSÍ reynist umdeilt: „Þessi þjóðrembings-ósköp hönnuð af instagram æskunni“ Umdeilt myndband frá Brandenburg og KSÍ. Meðan Sigmundur Davíð er hrifinn talar prófessor HR um Blut and Boden. 2. júlí 2020 11:17