Rekja slys í íranskri kjarnorkustöð til mögulegs tölvuinnbrots Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2020 15:24 Mynd sem er sögð sýna afleiðingar uppákomunnar í Natanz-auðgunarstöðinni sem Kjarnorkustofnun Írans birti í gær. Vísir/EPA Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010. Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Írönsk yfirvöld ýja að því að slys sem varð í neðanjarðarstöð þar sem úran er auðgað í gær megi rekja til tölvuinnbrots. Almannavarnir landsins segir að Íran muni ná sér niður á ríkjum sem reyna að brjótast inn í tölvukerfi auðgunarstöðva. Svo virðist sem að sprenging hafi orðið í Natanz-úranauðgunarstöðinni í Íran í gær. Engan sakaði samkvæmt yfirvöldum en myndir sýndu ummerki um bruna eða sprengingu á byggingu. Yfirmaður almannavarna segir að orsök atviksins liggi fyrir en ekki verði greint frá henni strax af öryggisástæðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Að svara tölvuárásum er hluti af varnarmætti landsins. Ef sannað verður að landið hafi orðið fyrir tölvuárás munum við svara fyrir okkur,“ sagði Gholamreza Jalali, yfirmaður almannavarna, við ríkissjónvarpsstöð Írans. Leiddar hafa verið líkur að því að Ísraelar eða Bandaríkjamenn kunni að hafa staðið að slíkri árás en hvorugt ríki hefur þó verið sakað um skemmdarverk berum orðum í írönskum fjölmiðlum. Heimildarmenn Reuters segjast telja að tölvuskemmdarverk hafi valdið eldsvoðanum en færðu ekki frekari sannanir fyrir þeirri skoðun sinni. Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, vildi ekki svara spurningum um nýlegar uppákomur í kjarnorkustöðvum Írana. Natanz-stöðin varð fyrir tölvuárás með veiru sem almennt er talið að Bandaríkjamenn og Ísraelar hafi þróað árið 2010.
Íran Tengdar fréttir „Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Atvik“ í úranauðgunarstöð í Íran Kjarnorkustofnun Írans segir að „atvik“ hafi átt sér stað í Natanz-úranauðgunarstöðinni en að enginn mannskaði hafi orðið og að ekki sé hætta á mengun. Slökkviliðs- og björgunarmenn voru sendir í stöðina. 2. júlí 2020 13:16