Vinkona Maxwell segir að Ghislaine muni ekkert gefa upp um Andrés Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 14:15 Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein. Getty/Jared Siskin Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum. Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Andrés Bretaprins þarf engar áhyggjur að hafa af Ghislaine Maxwell hafi vinkona hennar, fjárfestirinn fyrrverandi Laura Goldman, rétt fyrir sér en hún segir að Maxwell myndi aldrei segja yfirvöldum neitt um samband prinsins við Jeffrey Epstein. Maxwell var á dögunum handtekin í New Hamsphire í Bandaríkjunum sökuð um aðild að brotum Jeffrey Epstein sem sakaður var um að misnota og selja fjölga stúlkna mansali. Maxwell hefur alltaf neitað aðild eða þekkingu um brot Epstein. Konurnar sem hafa sakað Epstein um brotin hafa þó sagst hafa kynnst honum í gegnum Maxwell. Ein kvennanna, Virginia Guiffre, sakar Maxwell um að hafa boðið henni, fimmtán ára gamalli, vinnu við að nudda Epstein. Andrés Bretaprins, sem var vinur auðkýfingsins bandaríska hefur verið sakaður um aðild að brotunum en hann hefur neitað að aðstoða bandarísku alríkislögregluna við rannsókn málsins. Í viðtali við Today á BBC Radio 4 í dag sagði Laura Goldman, vinkona Maxwell að Ghislaine „þyrfti að semja við yfirvöld“ til þess að fá vægari refsingu. Spurð út í mál prinsins sagði Goldman að hún teldi að Maxwell myndi ekkert segja um tengsl hans við Epstein. „Hún hefur alltaf sagt mér að hún myndi aldrei nokkurn tímann segja nokkuð um hann. Henni finnst hann vera vinur sinn og hún myndi aldrei nokkurn tímann segja neitt. Hún fann fyrir því á tíunda áratugnum þegar faðir hennar dó að Andrés var til staðar fyrir hana, á margan hátt,“ sagði Goldman við BBC. Goldman sem kynntist Maxwell á tíunda áratugnum og viðurkenndi að hafa mætt í partí hjá Epstein sagðist einnig telja að Epstein hafi stjórnað Maxwell. „Það réttlætir ekki það sem hún gerði. Ég held að hún hafi talið að ef hún hjálpaði honum þá myndi hann giftast henni. Hún trúði því að einn daginn yrði hún eiginkona hans,“ sagði Maxwell sem sagðist aldrei hafa orðið vitni að brotum Epstein gegn ungum stúlkum.
Jeffrey Epstein Bandaríkin Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45 Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02 Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55 Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Sjá meira
Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. 3. júlí 2020 10:45
Maxwell ákærð fyrir aðild sína að mansalshring Epstein Ghislaine Maxwell, sem sökuð hefur verið um að vera samverkakona auðkýfingsins Jeffrey Epstein hefur verið ákærð fyrir að hafa aðstoðað Epstein í því að misnota ungar stúlkur undir lögaldri. 2. júlí 2020 21:02
Samverkakona Epstein handtekin af FBI Ghislaine Maxwell, bresk samverkakona Jeffrey Epstein, auðkýfings sem sakaður var um að misnota og selja fjölda stúlkna mansali, hefur verið handtekin af Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. 2. júlí 2020 13:55