Trump heldur því fram að 99 prósent kórónuveirusmita séu „algjörlega skaðlaus“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. júlí 2020 09:16 Donald Trump og eiginkona hans Melania við Hvíta húsið í gær. AP Photo/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram að 99 prósent kórónuveirusmita í Bandaríkjunum væru skaðlaus, í ávarpi þar sem hann fagnaði þjóðhátíðaradegi Bandaríkjanna í gær, 4. júlí. Þrátt fyrir að embættismenn víða um Bandaríkin hafi hvatt til þess að halda þjóðhátíðardagsfögnuði í lágmarki vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum stöðvaði það ekki forsetann í að halda mikla veislu við Hvíta húsið. Á myndum má sjá að fáir gengu með grímur en Trump gerði lítið úr þeirri ógn sem stafar af kórónuveirunni, en mikið úr viðbrögðum ríkistjórnar sinni við henni. „Nú erum við búin að prófa 40 milljónir manna, og með því að gera það sjáum við tilfellin, 99 prósent þeirra eru algjörlega skaðlaus,“ sagði Trump og bætti við að þetta væru niðurstöður sem ekkert annað ríki gæti státað sig af, án þess að færa sannanir fyrir því. „Það prófar enginn til jafns við okkur, ekki hvað varðar tölur og ekki hvað varðar gæði,“ hélt hann áfram Helstu fjölmiðlar taka fram að Trump hafi ekki fært nein rök fyrir því að 99 prósent tilfella kórónuveirusmita séu skaðlaus. Þannig bendir CNN á að smitvarnarstofnun Bandaríkjanna reikni með að um 35 prósent þeirra sem smitist séu einkennalausir, en að allir sem fái veiruna geti smitað út frá sér. Þá hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagt að jafn vel þótt að dánartíðni þeirra sem smitist sé líklega minni en eitt prósent er talið að um tuttugu prósent þeirra sem smitist verði það veikir að þeir þurfi á aukinni aðstoð að halda, svo sem í formi sjúkrahúsþjónustu. Alls hafa um 2,8 milljónir smitast í Bandaríkjunum og um 130 þúsund látist vegna faraldursins. Donald Trump og eiginkona hans Melania fylgjast með.AP Photo/Patrick Semansky) Kórónuveirufaraldurinn er í töluverðum uppgangi í Bandaríkjunum og hafa ný smit á hverjum degi verið á bilinu 40 þúsund til 55 þúsund. Smit eru á uppleið í 39 ríkjum af 50 eftir að slakað var á smitvörnum víða um Bandaríkin. Trump fór víða í ræðunni og endurómaði skilaboð úr ræðu sinni fyrir framan Mt. Rushmore minnismerkið fyrir helgi, þar sem hann hét því að berjast gegn öfgafullum „vinstri-fasistum“ sem hann sagði vera að reyna að rífa í sundur Bandaríkin. Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Sjá meira
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27
Trump kvartaði undan útilokunarmenningunni Donald Trump, forseti Bandaríkjanna varaði Bandaríkjamenn við „öfgakenndun-vinstrifasisma“ í ávarpi í gær sem fjölmiðlar ytra hafa lýst sem myrku. Þá kvartaði hann undan útilokunarmenningu þeirra sem vilja rífa niður styttur og minnismerki. 4. júlí 2020 08:02