Auddi fagnaði fertugsafmælinu með pompi og prakt Andri Eysteinsson skrifar 5. júlí 2020 16:42 Auðunn fagnaði fertugu á toppi Hörpunnar. IG/AudunnBlondal Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Leikarinn, skemmtikrafturinn og útvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal fagnaði fertugsafmæli sínu með pompi og prakt með sínum nánustu í fjölmennu teiti sem haldið var í Hörpunni í gærkvöldi. Aðstæður til veisluhalda voru til fyrirmyndar enda veður með besta móti. Auðunn sem stýrir útvarpsþættinum FM95Blö á FM957 og leikur í væntanlegum þáttum Stöðvar 2, Júrógarðinum, fékk til sín einvalalið íslenskra tónlistarmanna til þess að halda uppi stuðinu í Hörpunni. Auðunn eignaðist nýlega sitt fyrsta barn með kærustu sinni, fyrirsætunni Rakeli Þormarsdóttur. Auðunn hafði orð á því í Instagram-story að skipulagning afmælisveislunnar hafi reynt meira á samband sitt heldur en frumburðurinn, enda var öllu tjaldað til og veislan hin glæsilegasta. View this post on Instagram A post shared by Auðunn Blöndal (@audunnblondal) on Jul 4, 2020 at 1:25pm PDT Grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon, sem starfaði með Audda eins og frægt er í Strákunum og 70 Mínútum söng afmælissönginn fyrir Auðunn áður en hin eina sanna Ragnhildur Gísladóttir steig á svið ásamt Halldóri Gunnari Pálssyni. Halldór hélt áfram að spila undir þegar æskufélagi Auðuns frá Sauðárkróki, Sverrir Bergmann, steig á svið. Þá heiðruðu hafnfirsku tónlistarbræðurnir Jón og Friðrik Dór Jónssynir gesti með nærveru sinni. Þegar leikar virðast hafa tekið að æsast í afmælisveislunni steig Auðunn sjálfur á svið ásamt hinum hluta eins þekktasta tvíeykis Íslands, Sveppa. View this post on Instagram A post shared by EgillGillz (DJ Muscleboy) (@egillgillz) on Jul 4, 2020 at 3:15pm PDT Þá léku Herra Hnetusmjör og Aron Can fyrir dansi og þeim til halds og trausts var plötusnúðurinn Egill Spegill. Flestir hefðu eflaust talið að hér væri upptalningu lokið á þeim tónlistarmönnum sem spiluðu í afmælisveislunni en svo er alls ekki því Ingó Veðurguð og Páll Óskar voru einnig í þeim hópi. Mikill fjöldi gesta var samankominn í Hörpunni og deildu þeir myndum frá herlegheitunum með myllumerkinu #Auddi40. Hér að neðan má sjá nokkrar af þeim myndum sem deilt var. View this post on Instagram A post shared by Pálína María Gunnlaugsdóttir (@palina23) on Jul 4, 2020 at 3:28pm PDT View this post on Instagram A post shared by Ingólfur Þórarinsson (@ingo_vedurgud) on Jul 3, 2020 at 11:44am PDT View this post on Instagram A post shared by Unnur Agnes (@unnuragnes) on Jul 4, 2020 at 2:20pm PDT View this post on Instagram A post shared by Eidur Gudjohnsen (@eidurgudjohnsen) on Jul 4, 2020 at 4:26pm PDT View this post on Instagram A post shared by Jóhanna Margrét Gísladóttir (@johannagisla) on Jul 5, 2020 at 5:07am PDT View this post on Instagram A post shared by Mikael Nikulásson (@kingmikebrown) on Jul 4, 2020 at 3:58pm PDT
Tímamót FM95BLÖ Mest lesið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið