NBA-liðin halda áfram að mæta í Disney World í Flórída þar sem NBA-deildin mun klárast vegna kórónuveirunnar en deildin fer aftur af stað 30. júlí.
Margir stuðningsmenn hafa velt fyrir sér til að mynda hvað leikmennirnir fá að borða í Disney World í Flórída þar sem deildin hefst á nýjan leik þann 30. júlí.
Allir leikmennirnir eru læstir inn á hóteli en nokkur liðin eru komin og síðustu liðin koma fyrir helgi. Troy Daniels hjá Denver Nuggets og Chris Chiozza hjá Brooklyn Nets birtu mynd af matnum sem þeir fengu.
Chris Chiozza shows off the main course for dinner inside the NBA bubble.
— Bleacher Report NBA (@BR_NBA) July 8, 2020
(via @Chiozza11) pic.twitter.com/8bKDUhKUIa
LeBronn James og félagar hans í LA Lakers eru ekki mættir en Isiah Thomas, samherji hans, hefur ekki mikla trú á því að James sé að fara borða þann mat sem er í boði.
No way Bron eating this LOL https://t.co/mGWgPBbS6S
— Isaiah Thomas (@isaiahthomas) July 8, 2020
Það er ekki bara NBA-deildin sem er að klára sitt mót í Flórída því MLS-deildin, bandaríska fótboltadeildin, ætlar einnig að spila þar.
Leikmenn úr þeirri deild hafa einnig birt myndir og myndbönd af matnum, sem leikmennirnir eru ekki sáttir við, en Guðmundur Þórarinsson - sem leikur með New York City - hefur enn ekki birt neitt á sínum samfélagsmiðlum.
Omar Gonzalez, sem leikur með Toronto, var til að mynda ekki hrifinn af því sem hann fékk upp úr matarkassanum fyrr í vikunni.
Yummm... #MLSisBack pic.twitter.com/nelyLH9YsW
— Omar Gonzalez (@Omar4Gonzalez) June 30, 2020