Á vængjum flautunnar Arilíus Jónsson skrifar 9. júlí 2020 08:15 Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Hljóðfæri eru eitt mikilvægasta fyrirbæri sem til er í heiminum. Þar eru blásturshljóðfærin fremst í flokki og þá sérstaklega flautur, enda spanna þau allan skala dýptar og hátóna og ráða við jafnt grunnspil sem skrautlegar flúrur. Margir gera sér ekki grein fyrir því hversu sterk áhrif fylgja þeim hljóðum sem framin eru á flautur og hversu ríkan þátt þau eiga í sögu okkar. Mörg dæmi sanna mikilvægi þeirra og þunga í veraldarsögunni. Gríski sveitaguðinn Pan, sonur Hermesar, sem var hálfur maður og hálf geit, varð þekktur fyrir undurfagran leik sinn á reyrflautu. Hún hefur á seinni tímum hefur verið kölluð panflauta. Á vígvöllum og í varðturnum fyrri tíma var blásið í stóreflis lúðra þegar óvinaherir nálguðust eða þegar orrustan var í þann mund að hefjast. Í framandi löndum blása fylgismenn knattspyrnuliða í vuvuzela-lúðra til að hvetja afreksmenn til dáða. Og fáir geta gleymt Júlíusi smala sem lék svo listavel lagstúf á haglega útskorna flautu í sjóvnarpsþáttunum um Nonna og Manna forðum daga. Þegar Júlíus smaladrengur lánar Jóni Sveinssyni flautuna til afnota í þætti 2 má einnig glöggt heyra hversu vandasamt hljóðfæri flautan er; drengurinn nær engum tökum á blæstri eða tónum, kvikféð fælist og hleypur hvert í sína átt. Flautuleikur er gríðarlega krefjandi iðkan og fáir ná tökum á honum svo vel sé. Á Íslandi er tónlistarlíf í miklum blóma. Fjöldi hljómsveita hefur náð vinsældum út fyrir landsteinana. Fáar þeirra hafa þó haft flautuna í liði með sér, en hérlendis er það helst meðlimir í Sinfóníuhljómsveit Íslands, Savanna-tríóið og síðast en ekki síst Vestmannaeyingurinn Gísli Helgason sem hafa notað flautur í sínum tónlistarflutningi. Eflaust má telja fleiri upp fleiri aðila. Af þessu má merkja að almennt virðist alþýða fólks hér á landi hafa lítinn áhuga á flautuleik og hljómsveitir telja notkun þeirra ekki líklegan til vinsælda eða árangurs. Þó er ein tegund flautu sem allra minnst ber úr býtum, hvert sem litið er. Það er nasaflautan. Þessi ómþýða og hljómfagra vinkona tónelskandi fólks hefur farið halloka fyrir flestum öðrum flautum og hljóðfærum. Að mínu áliti hefur hún hreinlega verið tröðkuð niður kerfisbundið af stjórnvöldum og tónlistarskólum, hvort sem þeir eru einkareknir eða fjármagnaðir með opinberu fé. Ég hef nú um árabil reynt af veikum mætti að vekja athygli á þessu en þeir sem stjórna tónlistarelítunni hér á landi virðast skella við skollaeyrum. Engin kennsla fer fram á nasaflautu innan menntakerfisins á Íslandi. Engin af „vinsælli“ hljómsveitum landsins virðist líta við hljóðfærinu. Ekki er minnst einu orði á nasaflautuna í Aðalnámskrá tónlistarskóla, hvorki í almennum hluta hennar, tréblásturshljóðfærahluta eða málmblásturshljóðfærahluta. Enginn lítur við henni. Enginn hlustar. Ég vil því grípa til þess örþrifaráðs að skora á Lilju Alfreðsdóttir menntamálaráðherra að bregðast við og koma kennslu á nasaflautu inn í aðalnámskrá tónskóla með sérstakri tilskipun áður en yfirstandandi kjörtímabili lýkur. Meðan enn til er áhugafólk og a.m.k. einn virkur tónlistarmaður sem vil halda nasaflautunni lifandi sem hljóðfæri er enn von um að notkun hennar leggist ekki af á Íslandi. Höfundur er Hafnfirðingur og nasaflautuleikari.
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar