Ástæða til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júlí 2020 12:34 Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Witkoff fundar með Selenskí Lægðin á undanhaldi Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira
Ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum vegna faraldurs kórónuveirunnar að sögn forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir jafnframt að styrkja þurfi samkeppni á ýmsum sviðum í ljósi efnahagskreppu. „Við búum hér á Íslandi í litlu hagkerfi þar sem eru miklar fákeppnisaðstæður og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að hlúa vel að samkeppni og efla hana eins og kostur er,“ sagði Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Hann segir að ástæða sé til að vera á varðbergi nú þegar við stöndum frammi fyrir erfiðum efnahagsaðstæðum af völdum faraldurs kórónuveirunnar. „Það skapar hættu á því að það verði meiri samþjöppun og fákeppnsaðstæður styrkist sem leiðir þá til hærra verðs og verri þjónustu til lengri tíma og þess vegna er gríðarlega mikilvægt að bregðast við efnahagskreppum af hverju tagi sem er, með því að styrkja samkeppni á ýmsum sviðum meðal annars með því að efla samkeppniseftirlit,“ sagði Páll. Páll segir verndarhyggju slæm viðbrögð við efnahagskreppu. „Reynslan sýnir að til lengri tíma er það ekki góð hugmynd vegna þess að þar með ertu að veikja samkeppni og til lengri tíma verða fyrirtæki sem lifa í slíku umhverfi veikari, rekstur og stjórnun verður veikari og verð hækkar, þjónusta versnar þannig að verndarhyggja af þessu tagi er undantekningarlaust slæm hugmynd sem viðbrögð við efnahagskreppu,“ sagði Páll. Hann segir ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þau veita mjög stórum hluta landsmanna atvinnu, þau koma með nýjar hugmyndir inn á markaði og láta reyna á samkeppni og það hvernig stærri og rótgróin fyrirtæki starfa þannig það er gríðarlega mikilvægt að passa upp á þetta umhverfi og að við lendum ekki í umhverfi þar sem við erum í enn ríakri mæli en í dag háð fáum fyrirtækjum á markaði. Það er eitt af því sem íslensk stjórnvöld þurfa að passa upp á,“ sagði Páll.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Witkoff fundar með Selenskí Lægðin á undanhaldi Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Sjá meira