Lögreglumaður á Selfossi missti af fæðingu dóttur sinnar vegna kórónuveirunnar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. júlí 2020 20:30 Símon Geirsson, lögreglumaður á Selfossi sem er nú komin í fæðingarorlof en hann missti m.a. af fæðingu dóttur sinnar 27. Júní vegna kórónuveirunnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Lögreglumaður á Selfossi segir það hafa verið grautfúlt að hafa misst af fæðingu dóttir sinnar á meðan hann var í fjórtán daga einangrun vegna kórunuveirunnar. Hann missti líka af útskrift sinni úr lögreglunámi við Háskólann á Akureyri. Hjónin Símon Geirsson og Júlíanna S. Andersen búa á Selfossi með börnin sín. Símon á tvö börn úr fyrra sambandi og sömu sögu er að segja um Júlíönnu. Saman eignuðust þau stúlku 27. júní en Símon gat ekki verið viðstaddur fæðinguna því hann var í einangrun, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum eftir að þeir smituðust af kórónuveirunni eftir samskipti þeirra við Rúmenskan karlmann, sem handtekinn var vegna þjófnaðar á Selfossi. Símon segir ömurlegt að hafa ekki getað verið viðstaddur fæðinguna. „Auðvitað er grautfúlt að missa af fæðingu dóttur sinnar þannig séð en ég er rosalega ánægður með þetta kraftaverk sem ég held á. Að missa af fæðingunni er eitt það skrýtnasta sem ég hef lent í. Nú hef ég tekið þátt í tveimur fæðingum áður og þetta er einstök upplifun, að fá að sjá börnin sín koma í heiminn og fá að klippa á naflastrenginn,“ segir Símon. Símon gat verið í sambandi við eiginkonu sína í gegnum síma og fylgst með fæðingunni þegar hann var staddur í einangrun í sumarbústað vegna kórónuveirunnar.Einkasafn Júlíanna tekur undir að þetta hafi allt verið mjög sérstakt. „Þetta var náttúrulega rosalega skrýtið, þetta var óraunverulegt en maður sækir styrk annars staðar þegar reynir svona á, við sækjum mikinn styrk í trúna og báðum mikið fyrir þessu,“ segir hún um leið og hún hrósar Símoni fyrir það hvað hann stendur sig vel í föðurhlutverkinu. Nýfædda dóttirin hefur fengið nafnið Helena Heiða. En það er ekki nóg með að Símon hafi misst af fæðingu dóttur sinnar því hann missti líka af útskrift sinni úr lögregluskólanum frá Háskólanum á Akureyri vegna veirunnar. Helena Heiða hefur það gott ásamt systkinum sínum og foreldrum á Selfossi og er dugleg að næra sig hjá mömmu sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Já, ég var komin í búning eitt, hátíðarbúning lögreglumanna og var á leiðinni, rosalega brosmildur og hress og til í þetta,“ rifjar hann upp en þá fékk hann símtal um að hann væri smitaður af kórónuveirunni og þyrfti að fara beint í sóttkví. Hann og tveir lögreglumenn til viðbótar fóru þá saman í 14 daga sóttkví. „Ég fékk að útskrifast, já, já, ég er orðinn lögreglumaður í dag, ég fékk númerið mitt, það er gott,“ segir Símon léttur í bragði. Símon var komin í hátíðarbúning lögreglumanna þegar hann var lagður af stað í útskrift sína frá Háskólanum á Akureyri en honum var snúið við og sagt að hann þyrfti að fara strax í einangrun vegna Covid-19.Einkasafn
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Fæðingarorlof Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira