Hollensk Eurovision-stjarna flutti Husavik af innlifun Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. júlí 2020 18:59 Edsilia Rombley tók þátt í Eurovision fyrir hönd Hollands árið 2007. Skjáskot/Youtube Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan. Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Hollenska Eurovision-stjarnan Edsilia Rombley flutti á dögunum lagið Husavik úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells á sviði í Rotterdam. Hluti lagsins er á íslensku og fór framburðurinn Rombley nokkuð vel úr hendi. Lagið Husavik hefur notið mikilla vinsælda eftir að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymisveitunni Netflix í júní. Lagið er ástaróður til Húsavíkur og er þar meðal annars sungið á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“. Flytjendur lagsins í myndinni eru aðalleikarinn Will Ferrell og hin sænska Molly Sandén, sem ljær karakter Rachel McAdams söngrödd sína. YouTube-rás Netflix í Hollandi og Belgíu birti í dag myndband af laginu í flutningi Edsiliu Rombley, hollenskrar söngkonu sem tók þátt í Eurovision fyrir hönd þjóðar sinnar árið 2007. Rombley þessi átti jafnframt að vera kynnir keppninnar í Rotterdam nú í maí. Ekkert varð úr kynnastörfunum, að minnsta kosti í bili, þar sem Eurovision var aflýst vegna kórónuveirunnar, líkt og Íslendingum er flestum kunnugt. Framlag Rombley í Eurovision á sínum tíma má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Rombley flytur Husavik af mikilli innlifun á sviðinu í Rotterdam og á ekki í miklum erfiðleikum með íslenska hreiminn, sem hefur hingað til vafist fyrir mörgum sem spreyta sig á laginu. Nokkuð vantar þó upp á framburð hennar á „Skjálfanda“ en í meðförum Rombley verður hann að því sem útleggst gæti sem „Skjaldarna“. Kröftugan flutning Rombley á laginu Husavik má hlýða á í spilaranum hér að neðan.
Eurovision-mynd Will Ferrell Eurovision Holland Tengdar fréttir Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03 Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42 Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22 Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Ekki meira en bara vinir Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Fleiri fréttir „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Sjá meira
Vill kynna íslensku 12 stigin frá Húsavík Húsvíkingar verða varir við mikla athygli frá erlendum sem innlendum ferðamönnum vegna Eurovision myndar Will Ferrels og félaga. 12. júlí 2020 16:03
Lagahöfundur í Eurovision-myndinni vill senda lag í Söngvakeppnina Arnþór Birgisson, sem samdi ásamt öðrum lagið Double Trouble, sem flutt var í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, segir það hafa verið tilviljun að sænska söngkonan Molly Sandén, sem syngur fyrir persónu Rachel McAdams í myndinni, hafi verið fengin í hlutverkið. 9. júlí 2020 11:42
Opnuðu barinn Jaja Ding Dong á Húsavík í dag Barinn, sem reistur var við Cape hotel á Húsavík, er nefndur eftir samnefndu – og vinsælu – lagi úr Eurovision-kvikmynd Wills Ferrells. 11. júlí 2020 20:22