Sara kom sjálfri sér á óvart og vann gull í KIA Silfurhringnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2020 14:30 Sara Sigmundsdóttir með gullverðlaunin sem hún vann á Laugarvatni um helgina. Skjámynd/Instagram Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja. Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í sínum flokki í árlegu hjólakeppninni sem fór fram í kringum Laugarvatn um helgina. CrossFit fólkið þarf að vera tilbúið í alla mögulegar æfingar í sínum keppnum og þar á meðal að hjóla. Æfingar og keppnir á hjóli hafa greinilega skilað sínu hjá Söru. Sara Sigmundsdóttir kom fyrst í mark í flokki 20 til 29 ára í KIA Silfurhringnum með því að klára kílómetrana fimmtíu á einum klukkutíma, 47 mínútum og sex sekúndum. Mótshaldarar þurftu reyndar að breyta leiðinni skömmu fyrir keppni og að þessu sinni var hjóla í vestur í Silfurhringnum frá Laugarvatni upp Lyngalsheiðina og í átt að Þingvöllum. Þaðan var síðan farið sömu leið til baka. Sara sagði frá árangri sínum á Instagram: „Tók þátt í Silfurhringnum á laugardaginn og það gekk mun betur en ég hefði getað ímyndað mér,“ skrifaði Sara eins og sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram Did the Silfurhringurinn bicycle competition on Saturday and it went way better than I could ever have imagined Big thanks to @triverslun for setting me up with a bike and everything else I needed for the comp. _ #ilovecompeting #kiasilfurhringurinn #triverslun #cubebikes #foodspringathletics #unbroken #fitaid #iceland A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Jul 13, 2020 at 3:36am PDT Sara Sigmundsdóttir endaði í sjöunda sæti í opna flokki KIA silfurhringsins. Margrét Pálsdóttir vann KIA silfurhringinn í kvennaflokki, Helga Guðrún Ólafsdóttir varð önnur og Anna Cecilia Inghammar tók þriðja sætið. Margrét Pálsdóttir kom í mark á einum klukkutíma, 33 mínútum og 27 sekúndum og var því rúmum tólf mínútum á undan Söru. Sara varð tæpum níu mínútum frá verðlaunapallinum í opnum flokki. Sam Gateman vann KIA gullhringinn í karlaflokki, Huub Deelstra varð annar og Eyjólfur Guðgeirsson varð þriðji. Elín Björg Björnsdóttir vann KIA gullhringinn í kvennaflokki, Hrefna Sigurbjörg Jóhannsdóttir varð önnur og Katrín Pálsdóttir varð þriðja. Ole Bjorn Smisethjell vann KIA silfurhringinn í karlaflokki, Brynjar Örn Borgþórsson varð annar og Guðni Ásbjörnsson varð þriðji. Guðmundur Arason Öfjörð vann KIA bronshringinn í karlaflokki, Yngvi Guðmundsson varð annar og Sigurður Grétar Ólafsson varð þriðji. Þóra Katrín Gunnarsdóttir vann KIA bronshringinn í kvennaflokki, Kristín Pálsdóttir varð önnur og Elísabet Jónsdóttir varð þriðja.
Hjólreiðar CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Sjá meira