Næstum einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur smitast af veirunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Þórir Guðmundsson skrifa 13. júlí 2020 19:34 Nærri einn af hverjum hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna. Getty/ Lev Radin Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Næstum einn af hverjum eitt hundrað Bandaríkjamönnum hefur nú mælst með kórónuveiruna og nýsmitum fjölgar dag frá degi. Smitkúrvan, sem hefur verið á niðurleið í mörgum Evrópulöndum, fer hratt upp í Bandaríkjunum. Tvö lönd skera sig úr þegar kemur að fjölda tilfella Covid-19, Bandaríkin og Brasilía. Í báðum löndum hafa forsetar þeirra talað með ýmsu móti gegn sóttvarnaráðstöfunum. Um helgina setti Trump Bandaríkjaforseti upp grímu í fyrsta sinn opinberlega, þegar hann heimsótti sjúkrahús. „Ég hef aldrei verið á móti grímum en ég held að þær hafi sína stund og sinn stað,“ sagði Donald Trump um helgina. Á meðan geysar faraldurinn. Eftir að nýsmitum hafði fækkað smám saman í maí fóru þau aftur á skrið í lok júní og eru nú í hæstu hæðum. Faraldurinn geysar nú af miklum styrk í fylkjum eins og Arizona, Flórída, og Texas - þar sem fylkisstjórar fylgdu ráðleggingum Trumps forseta um að draga úr samkomutakmörkunum og koma fyrirtækjum í gang á ný. Læknar í Texas eru dauðhræddir við þróunina þar. „Við höfum séð veldisvöxt Covid-tilfella. Spítalinn hefur þurft að fjölga rúmum. Við byrjuðum með 46 rúm, svo fórum við upp í 58 og nú höfum við 88 rúm. Þótt það virðist ekki mikið af rúmum þá er það ekki nóg,“ sagði Dr. Joseph Varon, læknir. Hér gera læknar örvæntingarfulla tilraun til að bjarga lífi konu, sem er talin hafa smitast af kórónuvírusnum við jarðarför eiginmanns hennar nokkrum vikum áður. Af þeim sem mættu í jarðarförina veiktust tíu. Læknum tókst á endanum ekki að bjarga lífi hennar. „Sumir hafa væg einkenni, sumir hafa engin einkenni en fyrir þá sem fá einkennin er þetta eins og dauði,“ sagði Latanya Robinson, sjúklingur. Ekki fer fram hjá neinum að mörg þeirra fylkja þar sem faraldurinn er í hvað mestri sókn eru mikilvæg forsetanum í komandi kosningum í nóvember. Alls hafa 132 þúsund manns látið lífið af völdum kórónuveirunnar í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46 Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42 Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Metfjöldi nýgreindra í Bandaríkjunum Aldrei haf fleiri greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum en í gær. Tæplega 72 þúsund manns greindust með veiruna. 11. júlí 2020 08:46
Trump í fyrsta sinn með grímu á almannafæri Donald Trump Bandaríkjaforseti bar í dag grímu fyrir vitunum er hann heimsótti herspítala í Marylandríki. 11. júlí 2020 23:42
Undirbúa rannsókn á upptökum faraldursins í Kína Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sent tvo sérfræðinga til Kína til að leggja drög að rannsókn á upptökum heimsfaraldurs nýs afbrigðis kórónuveiru sem hefur orðið meira en hálfri milljón manna að bana. Faraldurinn er enn í vexti víða í Bandaríkjunum, miðpunkti faraldursins. 10. júlí 2020 23:44