Líkið sem fannst að öllum líkindum Rivera Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júlí 2020 22:18 Naya Rivera hvarf á miðvikudaginn síðasta þegar hún var ásamt fjögurra ára syni sínum á bát úti á Piru-stöðuvatni í Kaliforníu. Getty/Paul Archuleta Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018. Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera fannst í Piru-stöðuvatni í Kaliforníu í Bandaríkjunum í dag. Umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Rivera frá því á miðvikudag í síðustu viku þegar fjögurra ára gamall sonur hennar fannst einn á báti úti á vatninu. Að sögn lögreglunnar fannst lík hennar í vatninu af köfurum lögreglunnar. Á blaðamannafundi sem haldinn var við bakka stöðuvatnsins sagði Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventura-sýslu, að embættið teldi nærri allar líkur á að líkið væri Rivera. Þá bætti hann því við að ekkert benti til að andlát hennar hefi borið að með saknæmum hætti eða að hún hafi tekið eigið líf. Bill Ayub, lögreglustjóri í Ventur-sýslu í Kaliforníu, á blaðamannafundi við bakka Piru-vatns í dag. Hann segir allar líkur á þvi að líkið sem fannst í vatninu í dag sé lík leik- og söngkonunnar Naya Rivera.Kevin Winter/Getty Rivera hvarf síðdegis á miðvikudag eftir að hafa stungið sér til sunds með syni sínum í vatninu. Þau höfðu tekið bát á leigu klukkan 1 eftir hádegi en þegar þau áttu að skila bátnum aftur klukkan fjögur sást hvergi til þeirra. Sonur hennar, Josey Hollis Dorsey, sagði við lögregluna að hann og mamma hans hafi farið að synda en eftir að hún hafi lyft honum aftur upp í bátinn hafi hún ekki fylgt honum eftir. Drengurinn var sjálfur í björgunarvesti en annað björgunarvesti, fyrir fullorðinn, fannst um borð í bátnum og er því talið að Rivera hafi ekki klæðst vestinu sem hún tók á leigu. Leitarskilyrði á svæðinu voru einstaklega erfið að sögn lögreglu. Leitin að Rivera í Piru-stöðuvatni var umfangsmikil.Getty/ Amy Sussman Rivera er þekktust fyrir leik sinn í söngþáttunum Glee, þar sem hún fór með hlutverk klappstýrunnar Santana Lopez. Hún hóf hins vegar söng- og leikferil sinn mun fyrr en hún lék bæði í sjónvarpi og auglýsingum sem barn. Þegar hún var fjögurra ára gömul lék hún í þáttunum Royal Family og fjölda annarra þátta. Árið 2014 lék hún í hryllingsmyndinni At the Devil‘s Dorr. Það sama ár giftist hún samleikara sínum Ryan Dorsey og eignuðust þau saman soninn Josey Hollis Dorsey árið 2016. Parið skildi að borði og sæng árið 2018.
Hollywood Andlát Bandaríkin Tengdar fréttir Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14 Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08 Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fundu lík í stöðuvatninu sem Rivera er talin hafa drukknað í Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu Kaliforníu í Bandaríkjunum tísti í dag að lík hafi fundist í Piru-stöðuvatni þar sem talið er að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað aðeins 33 að aldri. 13. júlí 2020 18:14
Rivera talin hafa drukknað Embætti lögreglustjórans í Ventura-sýslu gengur út frá því að leik- og söngkonan Naya Rivera hafi drukknað í Piru-stöðuvatni í suðurhluta Kaliforníu. 10. júlí 2020 10:08
Glee-stjörnu saknað eftir að sonur hennar fannst einn á báti Söng- og leikkonan Naya Rivera er talin af eftir að fjögurra ára sonur hennar fannst einn á báti úti á stöðuvatninu Lake Piru í suðurhluta Kaliforníu. 9. júlí 2020 07:41