Völdu Júlían, Fjallið, Fúsa og Gunnar Nelson til að verja leikstjórnandann Ásdísi Hjálmsdóttur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. júlí 2020 10:30 Ásdís Hjálmsdóttir ætti ekki að eiga í miklum vandræðum með að kasta langt og þá er gott að vita af útherjanum Guðjóni Val Sigurðssyni. Getty/ Ian Walton Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Hvernig væri íslenska landsliðið í amerískum fótbolta? Strákarnir í hlaðvarpsþættinum Tíu Jardarnir fundu réttu leikmennina í hverja stöðu úr hópi íslensk afreksíþróttafólks og útkoman var áhugaverð. Hlaðvarpsþátturinn Tíu Jardarnir fjallar um amerískan fótbolta og í nýjasta þættinum urðu þeir við ósk hlustanda um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta. Sú leið var farin að horfa á íslenskt afreksíþróttafólk í gegnum tíðina og finna réttu stöðuna fyrir hvert þeirra. Okkar nýjasti þáttur bauð upp á skemmtilega æfingu on the spot, þar sem við vorum beðnir um að henda í íslenska landsliðið í amerískum fótbolta!Þetta var niðurstaðan, hvernig lýst ykkur á?#nflisland #tiujardarnir pic.twitter.com/4LUd9uh2Iv— Tíu Jardarnir (@tiujardarnir) July 13, 2020 Ellefu leikmenn skipa sóknarlið í amerískum fótbolta, allt frá leikstjórnanda niður í mennina á bardagalínunni. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið fljótir að finna stöðu fyrir handboltamanninn Guðjón Val Sigurðsson sem er náttúrulega fæddur fyrstu útherji enda enginn í handboltaheiminum betri en hann í hraðaupphlaupum. Í fyrstu hugsuðu þeir sér að nota handboltamennina Aron Pálmarsson eða Ólaf Stefánsson sem leikstjórnanda eða körfuboltamennina Jón Arnór Stefánsson og Martin Hermannsson en á endanum féllust þeir á að að spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir yrði leikstjórnandi liðsins enda vön að kasta langt. KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson er hlaupari liðsins og Kristófer Acox er innherji sem er staða sem margir fyrrum körfuboltamenn spila í NFL. Hinir útherjarnir auk Guðjóns Vals voru þau Margrét Lára Viðarsdóttir og Jóhann Berg Guðmundsson. Það þarf líka að hugsa um að verja leikstjórnandann. Kúluvarparinn Hreinn Halldórsson var valinn sem senter en í sóknarlínunni voru síðan ekki minni menn en kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, Íþróttamaður ársins og kraftlyftingamaninn Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, handboltamaðurinn Sigfús Sigurðsson og bardagamaðurinn Gunnar Nelson. Það er ljóst að Ásdís ætti að fá tíma til að senda boltann fram ef þessir menn væru að passa upp á hana. Að lokum var komið að því að velja þjálfarana. Guðjón Þórðarson var aðalþjálfari liðsins, Guðmundur Guðmundsson er sóknarþjálfari og Alfreð Gíslason er varnarþjálfari. Það má hlusta hér á nýjasta hlaðvarpsþáttinn en umfjöllunin um liðið hefst eftir 56 mínútur.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira