Óttast að tölfræði um faraldurinn verði notuð í pólitískum tilgangi eftir ný tilmæli til sjúkrahúsa Sylvía Hall skrifar 15. júlí 2020 07:51 Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci, eins helsta smitvarnarsérfræðings ríkisstjórnarinnar, meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Vísir/Getty Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Sjúkrahús munu nú senda tölfræði um kórónuveirusjúklinga og ástand á sjúkrahúsum til stjórnvalda í stað þess að hún verði send beint til sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna. Þetta kemur fram á vef CNN sem hefur fengið það staðfest frá heilbrigðisráðuneyti landsins. New York Times greindi fyrst frá málinu þar sem sérfræðingar lýstu yfir áhyggjum af því að þetta myndi leiða til þess að gögnum yrði haldið frá almenningi eða þau notuð í pólitískum tilgangi. Með þessari ákvörðun mun heilbrigðisráðuneytið fá daglegar skýrslur um sjúklinga frá sjúkrahúsum, tölfræði um fjölda rúma og öndunarvéla sem eru ekki í notkun og aðrar upplýsingar sem gefa yfirsýn yfir alvarleika faraldursins vestanhafs. Mikið hefur gengið á innan Hvíta hússins undanfarna daga í tengslum við kórónuveirufaraldurinn, sem virðist vera í stöðugum vexti í Bandaríkjunum. Hvergi hafa jafn margir greinst með veiruna og hafa hátt í 140 þúsund látist. Óánægja virðist vera með störf Anthony Fauci meðal Trump og ríkisstjórnar hans. Fauci, sem er einn helsti smitvarnasérfræðingur ríkisstjórnarinnar, hefur verið gagnrýndur harðlega af mörgum innan Hvíta hússins og sendu embættismenn fjölmiðlum vestanhafs skjal með upplýsingum sem var ætlað að rýra trúverðugleika hans undir nafnleynd. Í leiðbeiningum sem sendar voru til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum kemur skýrt fram að frá og með deginum í dag eigi sjúkrahús ekki að senda upplýsingar um Covid-19 til sóttvarnarstofnunarinnar, sem hefur hingað til fengið upplýsingar frá yfir 25 þúsund sjúkrahúsum landsins. Þess í stað verða þær sendar í gagnagrunn sem er ekki aðgengilegur almenningi, sem er talið geta haft neikvæð áhrif á þá störf heilbrigðisstarfsfólks og annarra sem nýta slíkar upplýsingar til rannsókna. Um það bil 3,5 milljónir hafa greinst með kórónuveiruna í Bandaríkjunum og líkt og áður sagði hafa tæplega 140 þúsund látist af völdum hennar. Mörg ríki hafa gripið til þeirra ráða að herða aðgerðir á ný eða fresta frekari afléttingum um óákveðinn tíma.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00 Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59 Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24 Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Sjá meira
Óróleiki og efasemdir í Hvíta húsinu vegna metfjölda smita Starfsmenn Hvíta hússins eru sagðir hafa áhyggjur af því hversu oft Dr. Anthony Fauci hefur haft rangt fyrir sér í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. 14. júlí 2020 07:00
Bandarískt bóluefni tilbúið fyrir lokaprófanir Fyrsta bóluefnið sem gerðar voru tilraunir með í Bandaríkjunum hafði þau áhrif á ónæmiskerfið sem vísindamenn höfðu vonast eftir og er bóluefnið tilbúið til lokaprófanna. Það eru því þrjú möguleg bóluefni sem eru lengst komin í þróuninni. 14. júlí 2020 21:59
Sóttvarnastofnun endurskoðar tilmæli eftir óánægju Trump Leiðbeiningar sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna varðandi opnun skóla í kórónuveirufaraldrinum verða endurskoðaðar eftir að Donald Trump forseti gagnrýndi þær fyrir að vera of strangar í dag. Forsetinn hótaði jafnframt að stöðva fjárveitingar til skóla sem vilja ekki opna að fullu í haust. 8. júlí 2020 23:24
Smit á uppleið í 37 ríkjum Bandaríkjanna Nýjum kórónuveirusmitum fer fjölgandi í 37 af 50 ríkjum Bandaríkjanna síðustu tvær vikurnar, miðað við fjórtán daga tímabil snemma í júní, að því er greining Reuters leiðir í ljós. 2. júlí 2020 22:50