Kyle Walker vill vinna Meistaradeildina fyrir tvo liðsfélaga sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:00 David Silva hefur unnið nánast allt með Manchester City nema Meistaradeildina. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum. Getty/Shaun Botterill Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira
Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Það var smá stress og drama“ Handbolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Fleiri fréttir Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Sjá meira