Kyle Walker vill vinna Meistaradeildina fyrir tvo liðsfélaga sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. júlí 2020 10:00 David Silva hefur unnið nánast allt með Manchester City nema Meistaradeildina. Hann hefur unnið ensku deildina fjórum sinnum. Getty/Shaun Botterill Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Manchester City er kannski búið að missa Englandsmeistaratitilinn til Liverpool en liðið getur samt enn unnið fleiri titla á leiktíðinni eins og Meistaradeildina og enska bikarinn. Manchester City hefur safnað að sér titlum á síðustu árum en á enn eftir að vinna hina eftirsóttu Meistaradeild Evrópu. Manchester City vann 2-1 útisigur á Real Madrid í fyrri leik sextán liða úrslitanna en seinni leikurinn fór ekki fram vegna þess að öllu var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meistaradeildin fer aftur af stað í næsta mánuði og City er vissulega í góðri stöðu á móti spænska stórliðinu. Með sigri tryggir Manchester City sér leik á móti Lyon eða Juventus í átta liða úrslitunum. Kyle Walker, varnarmaður Manchester City, segir að hann vilji vinna Meistaradeildina í ár fyrir tvo liðsfélaga sína sem eru á förum frá City eftir tímabilið. Kyle Walker says he wants to win the Champions League for two Man City teammateshttps://t.co/QDYJS0iC7D pic.twitter.com/cdimYd9dWC— Mirror Football (@MirrorFootball) July 14, 2020 Leikmennirnir eru þeir Fernandinho og David Silva og Walker telur að þeir eigi skilið að fá að handleika Meistaradeildarbikarinn áður en þeir hætta. Brasilíumaðurinn Fernandinho, sem er orðinn 35 ára, kom til Manchester City frá Shakhtar Donetsk árið 2013 og hefur leikið yfir 300 leiki fyrir félagið, bæði sem miðjumaður og varnarmaður. Spánverjinn David Silva, sem er 34 ára, er fyrir löngu orðin goðsögn hjá félaginu eftir að hafa spilað yfir 450 leiki með Manchester City og átt þátt í þeim í 215 mörkum liðsins. Silva hefur fjórum sinnum orðið enskur meistari með Manchester City. Báðir hafa þessir tveir unnið marga titla með félaginu á öllum þessum árum en þeir hafa hins vegar aldrei komist lengra en í undanúrslitin í Meistaradeildinni. „Fyrir nokkra leikmenn hjá okkur þá væri þetta frábær leið til að enda feril sinn hjá félaginu. Leikmenn eins og David Silva og Fernandinho. Það að þessir leikmenn hafi aldrei unnið Meistaradeildina finnst mér ekki passa og við skuldum þeim það að vinna Meistaradeildina,“ sagði Kyle Walker. „Við skuldum líka félaginu okkar að vinna Meistaradeildina, félagi sem hefur stutt við bakið á öllu leikmönnum og hjálpað þeim að afreka það sem þeir vildu. Félagið þarf á þessum titli að halda,“ sagði Kyle Walker.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira