Minnkandi frjósemi áhyggjuefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. júlí 2020 10:46 Minnkandi frjósemi er mikið áhyggjuefni samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var á dögunum. Getty Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein? Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira
Minnkandi fæðingatíðni mun leiða til þess að íbúafjöldi allra landa í heiminum mun minnka í lok aldarinnar. Þá mun íbúafjöldi 23 landa verða helmingi minni en hann er nú um næstu aldamót – þar á meðal á Spáni og í Japan samkvæmt nýrri rannsókn Institute for Health Metrics hjá háskólanum í Washington sem birt var í læknatímaritinu Lancet. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á samfélög að sögn rannsakenda og segja þeir að fjöldi barna sem munu fæðast á hverju ári verði jafn mikill og fjöldi þeirra sem verða áttræðir ár hvert. Barngildi – það er, meðalfjöldi barna sem kona fæðir yfir lífsleiðina – fer hríðfallandi. Ef fjöldi barna sem konur eignast verður minni en að meðaltali 2,1 börn mun íbúafjöldi fara minnkandi. Árið 1950 eignuðust konur að meðaltali 4,7 börn yfir ævina. Samkvæmt rannsókninni var barngildi kvenna árið 2017 orðið 2,4 börn og árið 2100 mun það verða um 1,7 börn. Ef þetta stenst mun íbúafjöldi heimsins verða mestur í kring um árið 2064 en þeir spá fyrir að þá verði um 9,7 milljarðar í heiminum áður en íbúafjöldinn mun hrynja í lok aldarinnar og verða um 8,8 milljarðar um aldamótin. Rannsóknin segir ástæðuna vera þá að fleiri konur sæki sér nú menntunar og fari svo út á vinnumarkaðinn, auk þess sem getnaðarvarnir eru aðgengilegri og fyrir vikið eignist konur færri börn. Hvaða lönd verða fyrir mestum áhrifum? Því er spáð að íbúafjöldi Japan hafi náð hámarki árið 2017 með um 128 milljón íbúum og muni fjöldinn hríðfalla í 53 milljónir fyrir lok aldarinnar. Þá mun Ítalía einnig verða fyrir miklum áhrifum – fara úr 61 milljón íbúa í 28 milljónir á sama tíma. Þetta eru tvö þeirra 23 landa sem talin eru í hópi þeirra þar sem íbúafjöldi mun verða helmingi minni í lok aldarinnar. Meðal þeirra eru einnig Spánn, Portúgal, Taíland og Suður-Kórea. Þá er talið að Kína – sem er fjölmennasta land heimsins – muni ná hámarki íbúafjölda eftir fjögur ár með 1,4 milljarða íbúa og hrynja niður í 732 milljónir um aldamótin. Indland muni taka við keflinu sem fjölmennasta land heims. Því er einnig spáð að Bretland muni ná hámarki árið 2063 með 75 milljónir íbúa og muni þeim fækka niður í 71 milljón um aldamót. Vandamálið mun hins vegar hafa áhrif á allan heiminn, og mun barngildi 183 af 195 löndum heimsins verða undir því gildi sem til þarf til að stemma stigu við minnkandi íbúafjölda. Hvers vegna er þetta vandamál? Að sögn rannsakenda gætu margir hugsað með sér að þetta sé jákvæð þróun, þá sérstaklega ef hugað er að loftslagsmálum þar sem minnkandi íbúafjöldi muni leiða til minnkandi kolefnisútblásturs. Það sé hins vegar neikvætt að meðalaldur íbúanna verður hærri. Gamalt fólk verði mun fleira en ungt. Rannsóknin spáir því fyrir að börn undir fimm ára aldri muni falla úr því að verða 681 milljónir árið 2017 niður í 401 milljón um aldamótin. Þá muni fjöldi þeirra sem verða yfir áttræðu hækka úr 141 milljón árið 2017 í 866 milljónir um aldamótin. Christopher Murray, prófessor og einn rannsakenda, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að það muni leiða til mikilla samfélagsbreytinga. Það valdi honum miklum áhyggjum. Hann kastar fram þessum spurningum: Hver greiðir skatta í heimi þar sem fólk er að meðaltali mun eldra? Hver mun greiða fyrir heilbrigðisþjónustu aldraðra? Hver hlynnir að öldruðum? Mun fólk enn geta sest í helgan stein?
Börn og uppeldi Frjósemi Vísindi Tengdar fréttir Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Sjá meira
Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Helga Sól Ólafsdóttir var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. 9. mars 2020 10:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30