Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2025 09:13 Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. AP/Martial Trezzini, Keystone Rannsakendur tveggja stofnana sem rannsaka spillingu í Úkraínu framkvæmdu í morgun húsleit hjá Andrí Jermak, starfsmannastjóra Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu, og æðsti samningamaður hans. Er það vegna mögulegra tengsla hans við umfangsmikið spillingarmál í orkugeira Úkraínu sem snýr að umfangsmiklum mútugreiðslum og fjársvikum varðandi ríkisfyrirtæki sem rekur þrjú kjarnorkuver. Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hávær áköll um brottrekstur hans hafa heyrst á þingi Úkraínu og meðal annars frá þingmönnum úr flokki Selenskís, eins og fram kemur í frétt Reuters. Selenskí hefur þó ekki viljað verða við því og hefur gefið Jermak það hlutverk að leiða friðarviðleitni Úkraínumanna. Sjá einnig: Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Jermak sjálfur sagði frá því í morgun að verið væri að leita á heimili hans og sagðist hann vera alfarið samvinnuþýður rannsakendum. Úkraínskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einnig hafi verið framkvæmd leit á skrifstofu hans. Umræddar stofnanir kallast NABU og SAPO en þær voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna 2014 og er þeim ætlað að rækta spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Kyiv Indpendent hefur eftir úkraínskum saksóknara að Jermak sé grunaður um að hafa stýrt áreitni í garð starfsmanna NABU og saksóknara sem rannsaka spillingu. Því hefur áður verið haldið fram að glæsihýsi sem reist var nærri Kænugarði og fjármagnað með spillingu hafi verið ætlað Jermak. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51 Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Háttsettir embættismenn og fyrrverandi viðskiptafélagi Selenskís eru grunaðir um græsku í málinu. Jermak hefur ekki stöðu sakbornings en hávær áköll um brottrekstur hans hafa heyrst á þingi Úkraínu og meðal annars frá þingmönnum úr flokki Selenskís, eins og fram kemur í frétt Reuters. Selenskí hefur þó ekki viljað verða við því og hefur gefið Jermak það hlutverk að leiða friðarviðleitni Úkraínumanna. Sjá einnig: Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Jermak sjálfur sagði frá því í morgun að verið væri að leita á heimili hans og sagðist hann vera alfarið samvinnuþýður rannsakendum. Úkraínskir fjölmiðlar hafa sagt frá því að einnig hafi verið framkvæmd leit á skrifstofu hans. Umræddar stofnanir kallast NABU og SAPO en þær voru stofnaðar í kjölfar EuroMaidan mótmælanna 2014 og er þeim ætlað að rækta spillingu í Úkraínu. Spilling hefur lengi plagað Úkraínu en barátta gegn henni er lykilatriði í viðleitni Úkraínumanna við að ganga í Evrópusambandið. Báðar þessar stofnanir voru mikið milli tannanna á fólki í Úkraínu og víða í Evrópu í sumar en þá reyndu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, og bandamenn hans að koma böndum á stofnanirnar. Þær tilraunir mættu mikilli mótspyrnu í Úkraínu og hjá bakhjörlum Úkraínumanna í Evrópu og þurfti forsetinn úkraínski að hætta við. Kyiv Indpendent hefur eftir úkraínskum saksóknara að Jermak sé grunaður um að hafa stýrt áreitni í garð starfsmanna NABU og saksóknara sem rannsaka spillingu. Því hefur áður verið haldið fram að glæsihýsi sem reist var nærri Kænugarði og fjármagnað með spillingu hafi verið ætlað Jermak.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42 Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39 Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51 Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Sjá meira
Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir að átökunum í Úkraínu muni ekki linna fyrr en úkraínskir hermenn hörfi frá „landsvæðum sem þeir halda“. Hörfi þeir ekki muni Rússar ná fram markmiðum sínum með hervaldi. 27. nóvember 2025 14:42
Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði í dag að ráðamenn í Rússlandi hefðu ekki raunverulegan vilja til að ræða frið í Úkraínu. Hún sagði aðstæður kringum innrás Rússa vera eldfimar og hættulegar. Talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, gaf til kynna að friður væri ekki í nánd. 26. nóvember 2025 16:39
Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ráðlagði aðstoðarmanni Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, hvernig best væri fyrir rússneska forsetann að hafa áhrif á Trump. Witkoff sagði Júrí Úsjakóv, aðstoðarmanni Pútíns, hvernig Pútín ætti að reyna að selja Trump tiltekna áætlun um hvernig binda ætti enda á stríðið í Úkraínu. 26. nóvember 2025 13:51
Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Þótt Úkraínumenn hafi samþykkt marga af liðum nýrrar friðaráætlunar, eftir viðræður við Bandaríkjamenn og breytingar á upprunalegu tillögunum, eru enn stór deilumál útistandandi. Vonast er til þess að Vóldódímír Selenskí og Donald Trump, forsetar Úkraínu og Bandaríkjanna, geti leyst þann hnút og stendur til að þeir hittist sem fyrst, mögulega um næstu helgi. 25. nóvember 2025 16:46