Norðurlönd í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum Þórir Guðmundsson skrifar 15. júlí 2020 12:11 Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. Skýrsla Björns kemur út 11 árum eftir Stoltenberg skýrsluna, sem vakti mikla athygli. Í báðum tilvikum fengu utanríkisráðherrar norrænu ríkjanna virtan einstakling til þess að koma með tillögur sem hægt væri að taka mið af við þróuna á norrænu samstarfi næstu árin. Báðar skýrslurnar bera vott um að sú aðferðafræði að fela einum einstaklingi slíkt verkefni getur borið góðan ávöxt. Árið 2009 lagði Thorvald Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs til að Norðurlönd þróuðu með sér miklu meira samstarf í varnarmálum. Björn fjallar ekki mikið um hefðbundið hernaðarsamstarf Norðurlanda en þeim mun meira um aðrar víddir öryggismála. Það er til marks um hraða þróun á einum áratug. Þegar Stoltenberg settist niður við sín skrif grunaði fáa að á næstu árum myndu Bretar ganga úr Evrópusambandinu, Bandaríkjamenn kjósa forseta sem daðraði við úrgöngu úr Atlandshafsbandalaginu og Rússar beita sér með umfangsmikilli undirróðursherferð á samfélagsmiðlum fyrir hvoru tveggja. Stjórnvöld í Kína voru byrjuð að reyna að sölsa undir sig Suðurkínahaf en voru enn langt frá því að móta þá virku, og stundum hörðu, innan- og utanríkisstefnu sem einkennir stjórn Xi Jinpings forseta. Facebook var bara fimm ára. Spenna á norðurslóðum Kínversk stjórnvöld áttu líka eftir að gefa út norðurslóðastefnu, sem þau gerðu í skýrslu 2018. Í henni er kallað eftir stórauknum fjárfestingum Kína í innviðum á norðurslóðum í því skyni að opna upp siglingaleið frá Kína til norðurs, eða það sem má kalla „silkileið um norðurhöf.“ Ekki þarf að þekkja hina upprunalegu silkileið vel til að skilja að slíkum flutningaleiðum fylgir óhjákvæmilega pólitík og pólitík fylgir hagsmunagæsla og þegar hagsmunir stórvelda skarast þá eru vopnin sjaldnast langt undan. Í sinni skýrslu dregur Björn fram ofuráherslu norrænu ríkjanna á að lágmarka spennu á norðurslóðum. Spennan er þrátt fyrir það að aukast og ekkert bendir til þess að hún muni minnka. Stoltenberg skýrslan var skrifuð þremur árum eftir brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú gefa Bandaríkjamenn norðurslóðum gaum á ný með umfangsmiklum heræfingum, nýlegri ákvörðun um að koma upp hernaðaraðstöðu á fjórum stöðum nálægt norðurskautssvæðinu og að smíða þrjá stóra ísbrjóta og jafnvel áhuga á að kaupa Grænland. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland á síðasta ári var honum tvennt efst í huga: Annars vegar að Íslendingar úthýstu kínverska fyrirtækinu Huawei og hins vegar að Íslendingar höfnuðu boði Kínverja um þátttöku í innviðauppbyggingarverkefninu „belti og braut.“ Enn er ekki útséð um hvort íslensk stjórnvöld fara að þeim boðum – en Bretar tilkynntu fyrr í vikunni að Huawei yrði ekki með í framtíðarþróun 5G kerfis þar í landi. Bandaríkjaforseti þakkaði sjálfum sér þá niðurstöðu. Stafrænar árásir Rússa Þó að Kína sé rísandi stórveldi með augastað á norðurslóðum má ekki gleyma Rússlandi Vladimírs Pútín forseta, sem nú hefur tryggt sér möguleika á að sitja við völd til 2036. Undir Pútín hafa Rússar ráðist inn í Georgíu, innlimað hluta af Úkraínu og staðið fyrir stafrænni moldvörpustarfsemi um allan heim en með mikilli áherslu á grannþjóðir okkar í Eystrasaltsríkjunum. Pútín hefur byggt upp stjórnkerfi sem reiðir sig bæði á leyniþjónustustofnanir ríkis og hers og á voldug stórfyrirtæki sem hafa fengið að dafna í skjóli opinbers stuðnings. Stafrænar árásir slíkra aðila á innviði og lýðræðislegar grunnstoðir fjölda ríkja hafa verið svo ákafar að spurningar ágerast um hvenær hægt verði að tala um íhlutun eða jafnvel árásir, þó að ekki séu notuð hefðbundin vopn. Fáir eru jafn meðvitaðir um þessa ógn og ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum þremur; Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á fundi í Vilnius í nóvember 2018 með erlendum ritstjórum, sem undirritaður tók þátt í, varaði Linas Linkevicius utanríkisráðherra Litháens við tilraunum Rússa til að hafa áhrif á almenningsálitið víða um heim. „Fjölmiðlar eru í fremstu víglínu hins nýja upplýsingastríðs,“ sagði hann. Litháar vita hvað þeir eru að tala um. Þeir verða fyrir daglegum tölvuárásum af margvíslegu tagi. Þá hafa rússneskir fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálamenn í mörg ár kerfisbundið dreift áróðri um að hinir og þessir hlutar landsins – svo sem höfuðborgin Vilnius og þriðja stærsta borg landsins Klaipeda - tilheyri í raun ekki Litháen eða eigi ekki að gera það. Litháar óttast að áróður sem þessi kunni að vera undanfari einhvers verra. Sams konar söguskoðanir flugu hátt, meðal annars með stuðningi rússneskra fjölmiðla, áður en Rússar innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Norðurlönd berjist fyrir lýðræði og gegnsæi Því er full ástæða fyrir Björn í sinni skýrslu að gera svokölluðum fjölþátta ógnum hátt undir höfði og það gerir hann. Hann segir meðal annars að norrænu ríkin ættu að vera í forystu fyrir því að berjast fyrir lýðræði og gegnsæi í netheimum og leggur til að ríkisstjórnir eigi um það samstarf við einkafyrirtæki. „Þetta krefst vilja til að fletta ofan af illviljuðum og kúgandi upplýsingaaðgerðum ríkja og annarra aðila auk þess að standa vörð um og styðja opinberlega bæði norræn fræðasamtök og óháða fjölmiðla,“ segir Björn í skýrslunni. Björn setur þannig stuðning við einkarekna fjölmiðla í það samhengi að það sé einn þáttur í því að verjast erlendum undirróðri, sem á því auðveldari aðgang í almenna umræðu sem óháðir fjölmiðlar eru veikari. Í skýrslunni leggur Björn fram 14 tillögur. Þær varða loftslagsmál, fjölþátta ógnir og alþjóðastofnanir. Hann mælir ekki fyrir stórkostlegum stefnubreytingum eða uppbyggingu nýrra stofnana. Tillögurnar taka hins vegar mið af þungri undiröldu í alþjóðasamskiptum og veruleika norrænu ríkjanna. Tillögurnar má lesa sem hvatningu til norrænu ríkjanna um að beita sér sameiginlega, enda hafa þau sameinuð miklu meira afl á alþjóðavettvangi en sem nemur stærð þeirra. Hann vill líka að þau vinni saman að vörnum gegn sameiginlegum ógnum heima fyrir. Í raun er skýrslan leiðarvísir um hvernig Norðurlönd geta, á nokkrum mikilvægum sviðum, unnið saman í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðurslóðir Utanríkismál Kína Rússland Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Fyrr í þessum mánuði skilaði Björn Bjarnason af sér merkilegri skýrslu með fjórtán tillögum um aukið samstarf norrænu ríkjanna fimm á sviði alþjóða- og öryggismála. Það er til marks um gjörbreytt umhverfi í alþjóðamálum að í skýrslunni leggur Björn mikinn þunga í tillögur um að Norðurlöndin efli með sér samstarf um stafrænar ógnir á sviði lýðræðis, jöfnuðar, tjáningarfrelsis og annarra samnorrænna gilda. Skýrsla Björns kemur út 11 árum eftir Stoltenberg skýrsluna, sem vakti mikla athygli. Í báðum tilvikum fengu utanríkisráðherrar norrænu ríkjanna virtan einstakling til þess að koma með tillögur sem hægt væri að taka mið af við þróuna á norrænu samstarfi næstu árin. Báðar skýrslurnar bera vott um að sú aðferðafræði að fela einum einstaklingi slíkt verkefni getur borið góðan ávöxt. Árið 2009 lagði Thorvald Stoltenberg fyrrverandi forsætisráðherra Noregs til að Norðurlönd þróuðu með sér miklu meira samstarf í varnarmálum. Björn fjallar ekki mikið um hefðbundið hernaðarsamstarf Norðurlanda en þeim mun meira um aðrar víddir öryggismála. Það er til marks um hraða þróun á einum áratug. Þegar Stoltenberg settist niður við sín skrif grunaði fáa að á næstu árum myndu Bretar ganga úr Evrópusambandinu, Bandaríkjamenn kjósa forseta sem daðraði við úrgöngu úr Atlandshafsbandalaginu og Rússar beita sér með umfangsmikilli undirróðursherferð á samfélagsmiðlum fyrir hvoru tveggja. Stjórnvöld í Kína voru byrjuð að reyna að sölsa undir sig Suðurkínahaf en voru enn langt frá því að móta þá virku, og stundum hörðu, innan- og utanríkisstefnu sem einkennir stjórn Xi Jinpings forseta. Facebook var bara fimm ára. Spenna á norðurslóðum Kínversk stjórnvöld áttu líka eftir að gefa út norðurslóðastefnu, sem þau gerðu í skýrslu 2018. Í henni er kallað eftir stórauknum fjárfestingum Kína í innviðum á norðurslóðum í því skyni að opna upp siglingaleið frá Kína til norðurs, eða það sem má kalla „silkileið um norðurhöf.“ Ekki þarf að þekkja hina upprunalegu silkileið vel til að skilja að slíkum flutningaleiðum fylgir óhjákvæmilega pólitík og pólitík fylgir hagsmunagæsla og þegar hagsmunir stórvelda skarast þá eru vopnin sjaldnast langt undan. Í sinni skýrslu dregur Björn fram ofuráherslu norrænu ríkjanna á að lágmarka spennu á norðurslóðum. Spennan er þrátt fyrir það að aukast og ekkert bendir til þess að hún muni minnka. Stoltenberg skýrslan var skrifuð þremur árum eftir brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi. Nú gefa Bandaríkjamenn norðurslóðum gaum á ný með umfangsmiklum heræfingum, nýlegri ákvörðun um að koma upp hernaðaraðstöðu á fjórum stöðum nálægt norðurskautssvæðinu og að smíða þrjá stóra ísbrjóta og jafnvel áhuga á að kaupa Grænland. Þegar Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Ísland á síðasta ári var honum tvennt efst í huga: Annars vegar að Íslendingar úthýstu kínverska fyrirtækinu Huawei og hins vegar að Íslendingar höfnuðu boði Kínverja um þátttöku í innviðauppbyggingarverkefninu „belti og braut.“ Enn er ekki útséð um hvort íslensk stjórnvöld fara að þeim boðum – en Bretar tilkynntu fyrr í vikunni að Huawei yrði ekki með í framtíðarþróun 5G kerfis þar í landi. Bandaríkjaforseti þakkaði sjálfum sér þá niðurstöðu. Stafrænar árásir Rússa Þó að Kína sé rísandi stórveldi með augastað á norðurslóðum má ekki gleyma Rússlandi Vladimírs Pútín forseta, sem nú hefur tryggt sér möguleika á að sitja við völd til 2036. Undir Pútín hafa Rússar ráðist inn í Georgíu, innlimað hluta af Úkraínu og staðið fyrir stafrænni moldvörpustarfsemi um allan heim en með mikilli áherslu á grannþjóðir okkar í Eystrasaltsríkjunum. Pútín hefur byggt upp stjórnkerfi sem reiðir sig bæði á leyniþjónustustofnanir ríkis og hers og á voldug stórfyrirtæki sem hafa fengið að dafna í skjóli opinbers stuðnings. Stafrænar árásir slíkra aðila á innviði og lýðræðislegar grunnstoðir fjölda ríkja hafa verið svo ákafar að spurningar ágerast um hvenær hægt verði að tala um íhlutun eða jafnvel árásir, þó að ekki séu notuð hefðbundin vopn. Fáir eru jafn meðvitaðir um þessa ógn og ráðamenn í Eystrasaltsríkjunum þremur; Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Á fundi í Vilnius í nóvember 2018 með erlendum ritstjórum, sem undirritaður tók þátt í, varaði Linas Linkevicius utanríkisráðherra Litháens við tilraunum Rússa til að hafa áhrif á almenningsálitið víða um heim. „Fjölmiðlar eru í fremstu víglínu hins nýja upplýsingastríðs,“ sagði hann. Litháar vita hvað þeir eru að tala um. Þeir verða fyrir daglegum tölvuárásum af margvíslegu tagi. Þá hafa rússneskir fjölmiðlar, samfélagsmiðlar og stjórnmálamenn í mörg ár kerfisbundið dreift áróðri um að hinir og þessir hlutar landsins – svo sem höfuðborgin Vilnius og þriðja stærsta borg landsins Klaipeda - tilheyri í raun ekki Litháen eða eigi ekki að gera það. Litháar óttast að áróður sem þessi kunni að vera undanfari einhvers verra. Sams konar söguskoðanir flugu hátt, meðal annars með stuðningi rússneskra fjölmiðla, áður en Rússar innlimuðu Krímskaga og studdu aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Norðurlönd berjist fyrir lýðræði og gegnsæi Því er full ástæða fyrir Björn í sinni skýrslu að gera svokölluðum fjölþátta ógnum hátt undir höfði og það gerir hann. Hann segir meðal annars að norrænu ríkin ættu að vera í forystu fyrir því að berjast fyrir lýðræði og gegnsæi í netheimum og leggur til að ríkisstjórnir eigi um það samstarf við einkafyrirtæki. „Þetta krefst vilja til að fletta ofan af illviljuðum og kúgandi upplýsingaaðgerðum ríkja og annarra aðila auk þess að standa vörð um og styðja opinberlega bæði norræn fræðasamtök og óháða fjölmiðla,“ segir Björn í skýrslunni. Björn setur þannig stuðning við einkarekna fjölmiðla í það samhengi að það sé einn þáttur í því að verjast erlendum undirróðri, sem á því auðveldari aðgang í almenna umræðu sem óháðir fjölmiðlar eru veikari. Í skýrslunni leggur Björn fram 14 tillögur. Þær varða loftslagsmál, fjölþátta ógnir og alþjóðastofnanir. Hann mælir ekki fyrir stórkostlegum stefnubreytingum eða uppbyggingu nýrra stofnana. Tillögurnar taka hins vegar mið af þungri undiröldu í alþjóðasamskiptum og veruleika norrænu ríkjanna. Tillögurnar má lesa sem hvatningu til norrænu ríkjanna um að beita sér sameiginlega, enda hafa þau sameinuð miklu meira afl á alþjóðavettvangi en sem nemur stærð þeirra. Hann vill líka að þau vinni saman að vörnum gegn sameiginlegum ógnum heima fyrir. Í raun er skýrslan leiðarvísir um hvernig Norðurlönd geta, á nokkrum mikilvægum sviðum, unnið saman í sókn og vörn á viðsjárverðum tímum.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar