Sara gæti orðið Evrópumeistari í ágúst Sindri Sverrisson skrifar 15. júlí 2020 14:30 Sara Björk Gunnarsdóttir kom til Lyon fyrir skömmu og gerði samning við félagið sem gildir til ársins 2022. mynd/@olfeminin Sara Björk Gunnarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir stórlið Lyon þegar það mætir Bayern München þann 22. ágúst í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort Sara fengi að spila í keppninni með Lyon eftir að hafa spilað fyrir Wolfsburg í vetur og komist með liðinu í 8-liða úrslitin. UEFA hefur hins vegar ákveðið að vegna þess að keppnin dróst á langinn, vegna kórónuveirufaraldursins, megi félög skrá allt að sex nýja leikmenn fyrir lokakaflann núna í ágúst. Að hámarki þrír þessara leikmanna mega hafa spilað fyrir annað lið sem er með í 8-liða úrslitunum, eins og í tilviki Söru. Úrslitin í Meistaradeildinni áttu að ráðast í vor en voru færð fram í ágúst vegna faraldursins. Átta lið standa eftir og spila í Bilbao og San Sebastián á Spáni frá 21.-30. ágúst. Leiknir verða stakir leikir í 8-liða úrslitum og undanúrslitum, í stað tveggja leikja eins og vaninn er. The schedule for the #UWCL semi-finals on 25 and 26 August and final on 30 August in San Sebastián Full details of the finals starting on 21 August https://t.co/Tyv0Ia71Ng pic.twitter.com/RV9BecGQD9— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Lyon mætir Bayern í 8-liða úrslitunum og með sigri fær liðið leik við Arsenal eða PSG í undanúrslitum. Sara gæti því mögulega mætt sínu gamla liði Wolfsburg í úrslitaleiknum 30. ágúst. Sara er ein af fjölda leikmanna sem skipt hafa um lið í sumar eftir að samningar þeirra runnu út 30. júní. Í sumum tilvikum tókst félögum reyndar að framlengja samninga um tvo mánuði, en þessi staða varð til þess að UEFA gerði tímabundna breytingu á reglum sínum til að tryggja að sem flestar af bestu knattspyrnukonum heims yrðu með á lokastigum Meistaradeildarinnar. #UWCL UPDATE The @UEFA Executive Committee has decided allow each club to register 6 new players for the quarter-finals onward. All 6 players may have been fielded for another club in a previous round, but only a maximum of 3 can have played for another quarter-finalist. pic.twitter.com/AJ5SidEa2H— #UWCL (@UWCL) July 10, 2020 Lyon náði að framlengja samninga við enska tvíeykið Lucy Bronze og Alex Greenwood um tvo mánuði, og félagið hélt þeim Söruh Bouhaddi og Dzsenifer Marozsán sem virtust vera á leið til Bandaríkjanna. Þá hafa þær Sara, ástralski varnarmaðurinn Ellie Carpenter, markvörðurinn Lola Gallardo og bakvörðurinn Sakina Karchaoui bæst í hópinn. Aðeins tvær þeirra, Sara og Carpenter, koma frá félögum sem enn eru með í keppninni og Sara mun því geta leikið með Lyon. Vinni Wolfsburg keppnina mun Sara hafa átt sinn þátt í því en hún lék þrjá leiki með liðinu í Meistaradeildinni síðasta haust og skoraði eitt mark. Hún hefur þegar orðið þýskur meistari og bikarmeistari með liðinu, fjórða árið í röð, nú í sumar. A big transfer week for next season's #UWCL contenders What was your big move of the last week (or reply with your choice )— #UWCL (@UWCL) July 5, 2020 Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki langt sumarfrí því hún hefur nú hafið æfingar með sínu nýja félagi í Frakklandi. 15. júlí 2020 10:30 Evrópumeistararnir staðfesta komu Söru Bjarkar Evrópumeistarar Lyon birtu í dag myndir á samfélagsmiðlum sem staðfesta komu landsliðsfyrirliðans. 10. júlí 2020 15:41 Wolfsburg fagnaði með treyju Söru og landsliðsfyrirliðinn var með á FaceTime Wolfsburg varð í gær þýskur bikarmeistari kvenna er liðið vann sigur á SGS Essen eftir vítaspyrnukeppni. 5. júlí 2020 07:00 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir stórlið Lyon þegar það mætir Bayern München þann 22. ágúst í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Óvissa ríkti um það hvort Sara fengi að spila í keppninni með Lyon eftir að hafa spilað fyrir Wolfsburg í vetur og komist með liðinu í 8-liða úrslitin. UEFA hefur hins vegar ákveðið að vegna þess að keppnin dróst á langinn, vegna kórónuveirufaraldursins, megi félög skrá allt að sex nýja leikmenn fyrir lokakaflann núna í ágúst. Að hámarki þrír þessara leikmanna mega hafa spilað fyrir annað lið sem er með í 8-liða úrslitunum, eins og í tilviki Söru. Úrslitin í Meistaradeildinni áttu að ráðast í vor en voru færð fram í ágúst vegna faraldursins. Átta lið standa eftir og spila í Bilbao og San Sebastián á Spáni frá 21.-30. ágúst. Leiknir verða stakir leikir í 8-liða úrslitum og undanúrslitum, í stað tveggja leikja eins og vaninn er. The schedule for the #UWCL semi-finals on 25 and 26 August and final on 30 August in San Sebastián Full details of the finals starting on 21 August https://t.co/Tyv0Ia71Ng pic.twitter.com/RV9BecGQD9— #UWCL (@UWCL) June 26, 2020 Lyon mætir Bayern í 8-liða úrslitunum og með sigri fær liðið leik við Arsenal eða PSG í undanúrslitum. Sara gæti því mögulega mætt sínu gamla liði Wolfsburg í úrslitaleiknum 30. ágúst. Sara er ein af fjölda leikmanna sem skipt hafa um lið í sumar eftir að samningar þeirra runnu út 30. júní. Í sumum tilvikum tókst félögum reyndar að framlengja samninga um tvo mánuði, en þessi staða varð til þess að UEFA gerði tímabundna breytingu á reglum sínum til að tryggja að sem flestar af bestu knattspyrnukonum heims yrðu með á lokastigum Meistaradeildarinnar. #UWCL UPDATE The @UEFA Executive Committee has decided allow each club to register 6 new players for the quarter-finals onward. All 6 players may have been fielded for another club in a previous round, but only a maximum of 3 can have played for another quarter-finalist. pic.twitter.com/AJ5SidEa2H— #UWCL (@UWCL) July 10, 2020 Lyon náði að framlengja samninga við enska tvíeykið Lucy Bronze og Alex Greenwood um tvo mánuði, og félagið hélt þeim Söruh Bouhaddi og Dzsenifer Marozsán sem virtust vera á leið til Bandaríkjanna. Þá hafa þær Sara, ástralski varnarmaðurinn Ellie Carpenter, markvörðurinn Lola Gallardo og bakvörðurinn Sakina Karchaoui bæst í hópinn. Aðeins tvær þeirra, Sara og Carpenter, koma frá félögum sem enn eru með í keppninni og Sara mun því geta leikið með Lyon. Vinni Wolfsburg keppnina mun Sara hafa átt sinn þátt í því en hún lék þrjá leiki með liðinu í Meistaradeildinni síðasta haust og skoraði eitt mark. Hún hefur þegar orðið þýskur meistari og bikarmeistari með liðinu, fjórða árið í röð, nú í sumar. A big transfer week for next season's #UWCL contenders What was your big move of the last week (or reply with your choice )— #UWCL (@UWCL) July 5, 2020
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki langt sumarfrí því hún hefur nú hafið æfingar með sínu nýja félagi í Frakklandi. 15. júlí 2020 10:30 Evrópumeistararnir staðfesta komu Söru Bjarkar Evrópumeistarar Lyon birtu í dag myndir á samfélagsmiðlum sem staðfesta komu landsliðsfyrirliðans. 10. júlí 2020 15:41 Wolfsburg fagnaði með treyju Söru og landsliðsfyrirliðinn var með á FaceTime Wolfsburg varð í gær þýskur bikarmeistari kvenna er liðið vann sigur á SGS Essen eftir vítaspyrnukeppni. 5. júlí 2020 07:00 Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38 Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Sara Björk æfði í fyrsta sinn með Lyon liðinu í gær Sara Björk Gunnarsdóttir fékk ekki langt sumarfrí því hún hefur nú hafið æfingar með sínu nýja félagi í Frakklandi. 15. júlí 2020 10:30
Evrópumeistararnir staðfesta komu Söru Bjarkar Evrópumeistarar Lyon birtu í dag myndir á samfélagsmiðlum sem staðfesta komu landsliðsfyrirliðans. 10. júlí 2020 15:41
Wolfsburg fagnaði með treyju Söru og landsliðsfyrirliðinn var með á FaceTime Wolfsburg varð í gær þýskur bikarmeistari kvenna er liðið vann sigur á SGS Essen eftir vítaspyrnukeppni. 5. júlí 2020 07:00
Gat ekki sagt nei við besta lið heims: „Finn að ég þrái meira“ „Það er auðvitað ótrúlega mikill heiður að besta lið í heimi hafi sýnt manni svona mikinn áhuga,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, sem skrifað hefur undir samning til tveggja ára við Evrópu- og Frakklandsmeistara Lyon. 1. júlí 2020 15:38
Sara orðin leikmaður Evrópumeistaranna Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, hefur skrifað undir samning við franska stórveldið Lyon. 1. júlí 2020 15:15