Hafnarstjórinn fékk 240 manna skemmtiferðaskip í fangið með stuttum fyrirvara Stefán Árni Pálsson skrifar 16. júlí 2020 15:31 Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður. Mynd/Valgeir Magnússon Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Franska skemmtiferðaskipið Le Bellot kom til Hríseyjar í dag en engin skip voru á áætlun til Hríseyjar þetta sumarið. „Við áttum ekki von á neinum skipum í sumar svo þetta kom skemmtilega á óvart. Við fengum að vita af þessari áætluðu komu um hádegi í gær. Sú sem ég heyrði í áðan sagði að áhöfnin hafi ekki átt von á að vinna neitt í sumar svo það var mikil ánægja með að hægt væri að sigla til Íslands þar sem fólki þótti spennandi að koma,” segir Hermann Jón Erlingsson hafnarvörður í Hrísey. Skipið átti að sigla í ævintýraeyjuna Grímsey í dag svo fólkið gæti farið norður fyrir heimskautsbaug. Þar sem von er á slæmri lægð yfir landið ákvað skipstjórinn hins vegar að breyta áætluninni og leita inn í Eyjafjörð. Því varð Hrísey fyrir valinu. „Þau hafa samband við Akureyrarhöfn sem hefur samband við mig til að taka á móti fólkinu. Fólkið er ferjað í land á slöngubátum 10 - 15 manns í einu. Í svona skipi kemur hópur af fararstjórnum fyrst í land, fara um eyjuna til að skoða gönguleiðir, verslanir, veitingastaði og sundlaugina. Þá geta þau lóðsað öllum þegar farþegarnir komu. Það kom þeim skemmtilega á óvart að hér væri allt opið, verslanir, veitingastaðir og sundlaugin. Þau höfðu mestan áhuga á sundlauginni,“ bætir Hermann við. Um 240 manns eru í borð í skipinu en allir farþegar skipsins hafa farið í skimun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli 11.júlí. Þeir fengu ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reyndist neikvæð.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hrísey Tengdar fréttir Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22 Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20 Mest lesið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt Menning Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Franskt skemmtiferðaskip brýtur ísinn Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Reykjavík lagðist að Miðbakka í morgun. Farþegar skipsins flugu frá París og lentu á Keflavíkurflugvelli nú rétt fyrir hádegi. Þeir fá ekki að fara um borð nema niðurstaða skimunar fyrir Covid-19 reynist neikvæð. 11. júlí 2020 12:22
Tóku niðurstöður skimunar í Frakklandi gilda Skemmtiferðaskipið le Boreal ákvað að taka skimunarpróf sem tekið var í Frakklandi gilt fyrir farþega sína í gær þar sem niðurstaða úr skimun hér dróst á langinn. 12. júlí 2020 12:20