Telja rússneska njósnara beina spjótum sínum að bóluefnisrannsóknum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2020 16:12 Þrjótarnir eru taldi tilheyra hóp sem gengur meðal annars undir nafninu Cozy Bear og var sakaður um að stela tölvupóstum demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Vísir/Getty Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab. Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Tölvuþrjótar sem eru að öllum líkindum á vegum rússnesku leyniþjónustunnar beina nú spjótum sínum að stofnunum sem reyna að þróa bóluefni gegn nýju afbrigði kórónuveiru að mati leyniþjónustu Bretlands, Bandaríkjanna og Kanada. Rússar hafna ásökununum. Ekki kemur fram í sameiginlegu áliti vestrænu leyniþjónustunnar hvaða stofnanir hafi orðið fyrir barðinu á njósnurunum eða hvort að upplýsingum hafi verið stolið í tölvuinnbrotum. Rannsóknir á bóluefni hafi þó ekki verið hindraðar með njósnunum, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þrjótarnir eru sagðir hafa notfært sér hugbúnaðargalla til þess að komast inn í tölvukerfi og notað spilliforrit til þess að hlaða skrám upp og niður. Þeir hafi einnig komist yfir auðkenni starfsmanna með svokölluðum vefveiðum (e. Phishing). Breska netöryggisstofnunin (NCSC) segist telja „95%“ líkur á að APT29-hópurinn sem stóð að árásunum tengist rússnesku leyniþjónustunni. Sami hópur, sem einnig er þekktur undir nafninu Cozy Bear, var sakaður um aðild að þjófnaði á tölvupóstum bandaríska Demókrataflokksins fyrir forsetakosningar árið 2016. Afar líklegt er talið að þrjótarnir hafi reynt að komast yfir rannsóknargögn um bóluefni eða kórónuveiruna sjálfa. Dmitrí Peskov, talsmaður Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, segir Rússa ekkert vita um hverjir hafa brotist inn í tölvukerfi lyfjafyrirtækja og rannsóknastofnana í Bretlandi. „Við getum sagt eitt: Rússland hafði ekkert með þessar tilraunir að gera,“ fullyrðir Peskov. Þrátt fyrir neitun Rússa telja sérfræðingar vel mögulegt að rússneskir njósnarar hafi komið nálægt tölvuinnbrotunum. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, gekk að sekt Rússa sem vísri þegar hann tjáði sig um leyniþjónustuálitið í dag. „Það er algerlega óásættanlegt að rússnesk leyniþjónustan beiti sér gegn þeim sem vinna að því að berjast gegn kórónuveirufaraldrinum,“ sagði Raab.
Rússland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tölvuárásir Bretland Kanada Bandaríkin Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira