Fresta lokun fangelsisins á Akureyri Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. júlí 2020 16:59 Fangelsið á Akureyri er í sama húsnæði og embætti lögreglunnar á Norðurlandi eystra. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug. Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra segist hafa farið fram á það við fangelsismálastjóra að lokun fangelsisins á Akureyri verði frestað til 15. september. Lokunin hefur sætt nokkurri gagnrýni undanfarna daga, til að mynda hafa samflokksmenn ráðherra og aðrir úr stjórnarliðinu kallað eftir því að ákvörðunin yrði endurskoðuð. Tilkynnt var í síðustu viku að ætlunin væri að loka fangelsinu á Akureyri, sem er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar. Ætlunin væri að nýta betur þá fjármuni sem renna til fangelsismála, en samkvæmt heimildum Vísis hefur rekstrarkostnaður fangelsins verið um 100 milljónir árlega. Eftir því sem Vísir kemst næst dyggði það rekstrarfé til að opna nýtt hús á Litla hrauni, bæta við tveimur starfsmönnum og taka við 30 fleiri föngum. Þannig megi auka skilvirkni Fangelsismálastofnunar. Fimm starfsmenn eru fastráðnir í fangelsinu á Akureyri og eru þar að jafnaði átta til tíu fangar. Hin fyrirhugaða lokun hefur sætt töluverðri gagnrýni, ekki síst frá þingmönnum kjördæmisins. Má þar nefna Njál Trausta Friðbertsson, samflokksmann dómsmálaráðherra, og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttur þingflokksformann VG. Beðið eftir úttekt Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segist nú hafa frestað lokun fangelsisins. Í Facebook-færslu skrifar ráðherra að hún hafi óskað eftir því að við ríkislögreglustjóra að lagt yrði mat á hugsanlegan viðbótarkostnað lögreglunnar á Akureyri vegna lokunar fangelsins þar. „Þessi úttekt mun ekki liggja fyrir þegar lokunin á að koma til framkvæmda í lok mánaðarins. Í ljósi þess og í framhaldi funda með hagaðilum fyrir norðan sl. þriðjudag hef ég óskað eftir því við fangelsimálastjóra að framkvæmd lokunarinnar á fangelsinu á Akureyri verði frestað til 15. september,“ skrifar Áslaug.
Fangelsismál Akureyri Lögreglumál Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði