Auknar valdheimildir gegn veirunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2020 12:00 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, á fundi dagsins. Getty/PA Video - PA Images Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bæjar- og héraðsstjórnir á Bretlandi fá stórauknar heimildir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar frá og með næstu mánaðamótum. Þrátt fyrir að hinum ýmsu hömlum verði aflétt samhliða mega Bretar búast við áframhaldandi takmörkunum fram í desember hið minnsta. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti ákvörðunina á blaðamannafundi í morgun. Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem létt er á hinum ýmsu kórónuveirutakmörkunum á Bretlandseyjum en stærsta skrefið til þessa var stigið í upphafi mánaðar, þegar krár, hárgreiðslustaðir og kvikmyndahús fengu heimild til að opna á ný. Frá og með næstu mánaðamótum mega snyrtistofur og líkamsræktarstöðvar hefja hefðbundna starfsemi í fyrsta sinn í rúma þrjá mánuði, auk þess sem skemmtikraftar og hljómsveitir mega aftur leika fyrir fámennan áhorfendaskara. Fyrirtæki fá jafnframt aukið svigrúm til að ákveða hvort fólk sæki vinnu eða stundi áfram fjarvinnu. Meðfram þessu verður bæjarstjórnum veittar stórauknar valdheimildir til að sporna við útbreiðslu veirunnar. Til að mynda verður þeim heimilt að loka stöðum þar sem fólk kemur saman, takmarka samgöngur og setja á útgöngubann innan borgarmarkanna. Forsætisráðherrann sagði að þó svo að valdheimildir kynnu að þykja íþyngjandi væru þær nauðsynlegar til að berja niður hópsýkingar um leið og þær koma upp. Aðspurður sagðist Johnson vona að aðgerðirnar yrðu þess valdandi að daglegt líf á Bretlandi kæmist aftur í samt horf um miðjan nóvember. Þó megi Bretar búast við því að búa við einhverjar kórónuveiruhömlur fram að jólum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Bjórþyrstir kráaraðdáendur og hárprúðir blaðamenn fagna í Bretlandi Barir og hárgreiðslustofur máttu opna á nýjan leik í Bretlandi í morgun eftir margra mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Blaðamenn fylgdust vel með hvernig allt fór fram og virtust margir nýta sér tækifærið til þess að fara í klippingu í beinni útsendingu. 4. júlí 2020 09:18