Þriggja daga brúðkaup í Grímsey Stefán Árni Pálsson skrifar 17. júlí 2020 14:30 Verðandi brúðhjónin Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir. Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst. Ástin og lífið Grímsey Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
Ljótu hálfvitarnir ætla að spila í fyrsta skipti í Grímsey þann 15. ágúst næstkomandi. Hljómsveitin hefur aldrei áður spilað í Grímsey en meðlimi sveitarinnar hefur lengi langað til að bæta þeim stað á lista hinna fjölmörgu staða sem hljómsveitin hefur spilað. Það eru Þorleifur Hjalti Alfreðsson og Kristín Heiða Ingvarsdóttir sem standa fyrir því að hljómsveitin mun skemmta eyjarskeggjum og gestum eyjarinnar. „Þetta kom þannig til að við ákváðum að gifta okkur í Grímsey föstudaginn 14. ágúst. Það er svo engin ferja til baka fyrr en á sunnudeginum fyrir gestina. Við vildum endilega að Oddur Bjarni [Þorkelsson, liðsmaður í Ljótu hálfvitunum] myndi gifta okkur og hann var þá fastur í Grímsey á laugardeginum. Ég fékk þá þá hugmynd að tékka á Hálfvitunum hvort þeir hefðu áhuga á að spila á laugardagskvöldinu þar sem eyjan væri hvort sem er full af gestum út af brúðkaupinu. Þeir slógu til og þetta verður þriggja daga vakt, brúðkaup eins og á víkingatímanum. Flestir munu mæta á fimmtudeginum og fara heim á sunnudegi,” segir Þorleifur Hjalti Alfreðsson verðandi brúðgumi um uppákomuna. Tónleikar Ljótu Hálfvitanna verða opnir öllum laugardaginn 15. ágúst og er mikill spenningur í eyjunni fyrir komu þeirra. „Við eigum von á 130 gestum í brúðkaupið svo þetta verður mikið fjör. Við erum búin að fá lánuð hús út um allt svo þetta gangi upp með gistingu. Fjölskyldan mín er með tvö stór hús sem gistiheimili sem við tókum frá öll herbergin í með löngum fyrirvara. Helgin var tekin frá snemma fyrir alla,” segir Þorleifur. Grímsey hefur alltaf kallað „Ég var alinn upp í Grímsey og var alltaf mikið þar þegar ég var á sjó. En eftir að ég stofnaði mitt eigið fyrirtæki þá hef ég ekki komist eins mikið. Undanfarið ekki nema einusinni á ári. Það er svo einstakt og allt öðruvísi að koma þangað. Maður er bara í sínum eigin heimi. Heyrir bara í fuglunum og lífið gengur hægar. Ég fer þarna til að núlla mig. Ég ólst upp við bjargfuglsegg og beina tengingu við náttúruna. Ég sækist eftir því. Flestir sem koma í Grímsey eru að sækjast eftir slökun og að fara norður fyrir heimskautsbauginn. Það er alltaf eitthvað sem fólk þarf að krossa út af listanum sínum. Við eigum 4 börn sem eru 5, 6, 10 og 14 ára. Þau elska Grímsey. Eyrún sem er 10 ára var núna í viku hjá ömmu sinni í Grímsey að týna kríuegg og sinna rollum og geitum. Hún elskar þetta,” bætir Þorleifur við sem er rafverktaki í Grindavík og búa þau hjónaleysin þar í dag en hann og Kristín Heiða Ingvarsdóttir ganga í það heilaga í Grímsey í ágúst.
Ástin og lífið Grímsey Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira