Þrátt fyrir að búið sé að aflýsa Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár þá hefur Ingólfur Þórarinsson gefið út þjóðhátíðarlagið í ár.
Lagið ber nafnið Takk fyrir mig og kom út í morgun ásamt myndbandi. Ingó hefur undanfarin ár séð um brekkusönginn vinsæla og gert það með miklum sóma.
Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Takk fyrir mig, þjóðhátíðarlagið 2020.
Ingó mætti í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi um lagið.