Líklegt að fleiri skjálftar verði í dag Sylvía Hall skrifar 20. júlí 2020 06:52 Um 1.400 skjálftar hafa mælst á svæðinu síðasta sólarhring. Veðurstofa ÍSlands Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir viðbúið að fleiri skjálftar verði í dag. Það sé eðlilegt þegar stórir skjálftar verða líkt og sá sem varð við Fagradalsfjall á tólfta tímanum í gærkvöld. Annar skjálfti varð við Fagradalsfjall á sjötta tímanum í morgun og mældist sá 4,6. Að sögn Bjarka hafa skjálftarnir í gærkvöldi og í nótt fundist víða á suðvesturhorninu og bárust tilkynningar meðal annars frá Vík í Mýrdal. „Þetta er ekkert að hætta. Síðasta sólarhring hafa mælst 1.400 skjálftar og helmingurinn eftir miðnætti,“ segir Bjarki í samtali við fréttastofu en á meðan símtalinu stóð varð annar skjálfti. „Þetta heldur áfram. Þegar koma svona stórir skjálftar verður fjöldi eftirskjálfta. Það má búast við skjálftum áfram í dag frá 3 að stærð upp í 4.“ Hann segir jarðskjálftana vera hluta af þeirri hrinu sem hefur verið við Grindavík og á Reykjanesskaga síðan í byrjun árs. Virknin hafi verið mismikil en í heild hafi orðið margir skjálftar á svæðinu. Þó séu engin merki um gosóróa eins og er. „Það hefur verið þensla á þessu svæði sem veldur þessum jarðskjálftum sem við sjáum núna.“ Þrátt fyrir mikinn fjölda tilkynninga hefur engin tilkynning borist Veðurstofunni um tjón vegna skjálftanna. Margar ábendingar hafi komið í gegnum vef Veðurstofunnar, sérstaklega nærri Grindavík enda finni íbúar á því svæði mest fyrir skjálftunum. „Þetta eru jarðskjálftar, sem er óþægilegt fyrir alla sem eru nálægt. Þau sem eru í Grindavík og Keflavík finna þetta miklu meira en við gerum hérna á höfuðborgarsvæðinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32
Jarðskjálfti á Reykjanesi Jarðskjálfti sem var fimm að stærð varð á Reykjanesi nú á tólfta tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 19. júlí 2020 23:47