Braust inn í apótek og stal lyfjum að verðmæti 300 þúsund Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. júlí 2020 11:05 Maðurinn stal ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum. Vísir/egill Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni. Dómsmál Fíkn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Maður var í Héraðsdómi Reykjaness um miðjan júlí dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað á lyfjum að andvirði 300 þúsund króna. Tvö mál gegn manninum í alls sex ákæruliðum voru sameinuð. Manninum var m.a. gefið að sök að hafa kannabisefni og amfetamín í fórum sínum og að hafa brotið spegil á salerni með því að kasta í hann ruslatunnu. Þá var hann ákærður fyrir þjófnað á ofvirkni-, geð- og verkjalyfjum úr apóteki í tvígang árið 2019. Maðurinn hafi fyrst spennt upp glugga apóteksins og haft á brott með sér 54 lyfjapakkningum að verðmæti 245 þúsund króna. Þremur dögum síðar hafi hann brotið rúðu í anddyri apóteks og stolið 17 lyfjapakkningum að verðmæti 53 þúsund króna. Þá var maðurinn ákærður fyrir eignaspjöll með því að hafa kastað útihúsgögnum með þeim afleiðingum að borðplötur að verðmæti 55 þúsund króna eyðilögðust. Maðurinn játaði sök samkvæmt ákærum. Maðurinn á samkvæmt dómi nokkuð langan sakaferil að baki og var dæmdur til fangelsisvistar árið 2018 og einnig árið eftir. Um var að ræða þjófnað, umferðarlaga- og fíkniefnalagabrot. Maðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi og gert að greiða þóknun verjanda síns, alls um 442 þúsund krónur. Þá þótti dómnum ekki tilefni til að gera upptæka skó sem ákæruvaldið krafðist að gerðir yrðu upptækir úr vörslu mannsins. Að öðru leyti voru upptökukröfur ákæruvaldsins teknar til greina. Þannig voru gerð upptæk North pike íþróttataska, Versace parfum íþróttataska, hamar, bláir vinnuhanskar, grá derhúfa, LED-ennisljós og 1,41 gramm af amfetamíni.
Dómsmál Fíkn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira