Serena Williams fetar í fótspor David Beckham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2020 23:00 Serena Williams gæti fetað í fótspor David Beckham þegar kemur að því að vera stofnandi knattspyrnuliðs í Bandaríkjunum. Getty/Tim Clayton Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni. Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Tennisdrottningin Serena Williams mun feta í fótspor David Beckham á næstu misserum. Hún er ein þeirra frægru kvenna sem standa á bakvið nýtt knattspyrnulið NWSL-deildarinnar í Bandaríkjunum. Beckham er í dag einn fjögurra eiganda bandaríska knattspyrnuliðsins Inter Miami sem leikur í MLS-deildinni. Það má því með sanni segja að Serena Williams sé að feta í fótspor David Beckhams, allavega að einhverju leyti. Ásamt Serenu er fjöldinn allur af fyrrum landsliðskonu Bandaríkjanna í fótbolta og Hollywood-leikkonum á bakvið liðið. Þær Mia Hamm og Abby Wambach eru eflaust stærstu nöfnin af fyrrum landsliðskonum í fótbolta sem taka þátt. Þá eru Natalie Portman, Jennifer Garnar, Jessica Chastain og Eva Longoria allar þekktar fyrir leik sinn á hvíta tjaldinu. Mia Hamm, Serena Williams, Natalie Portman, Abby Wambach and more are among the owners of a new L.A. NWSL franchise that will join the league in 2022 — B/R Football (@brfootball) July 21, 2020 Liðið verður staðsett í Los Angeles og stefnt er að því að það muni koma inn í deildina árið 2022. „Íþróttir eru góð leið til að fá fólk til að standa saman og þetta gæti haft jákvæð áhrif á íþróttakonur í samfélaginu okkar,“ sagði Natalie Portman um stofnun liðsins. Portman var einnig í ítarlegu viðtali á íþróttamiðlinum The Athletic þar sem hún svaraði hinum ýmsu spurningum varðandi liðið. Nafn liðsins hefur ekki enn verið opinberað en hópurinn sem stendur á bakvið liðið kallar sig „Angel City“ eða Borg Englanna. Eflaust tilvísun í Los Angeles sem gengur einnig undir því nafni. Þá er enn óvíst hvar liðið mun spila. Actress Natalie Portman, tennis star Serena Williams and her daughter Alexis Olympia Ohanian are part of a majority woman-founded group that will own the newest soccer team in the United States https://t.co/AfocTOBo9V— CNN (@CNN) July 21, 2020 Sem stendur er ekkert kvennalið staðsett í Kaliforníu-fylki og því ætti þetta að reynast mikil lyftistöng fyrir kvennaknattspyrnu í fylkinu sem og Bandaríkjunum í heild sinni.
Fótbolti Viðskipti Tennis Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Gunnhildur Yrsa til Vals? - Vill komast frá Bandaríkjunum fyrir landsliðið Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, landsliðskona í fótbolta, gæti mætt til leiks í Pepsi Max-deildinni í næsta mánuði eftir átta ár í atvinnumennsku. Hún vill komast frá Utah Royals til Evrópu vegna komandi landsleikja og kveðst hafa skoðað nokkra möguleika. 21. júlí 2020 16:31
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti