Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2020 14:12 Kjarninn segir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigandi Samherja, sé á meðal þeirra sem séu nefndir í rannsókn sem fer fram í Namibíu. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslensku rannsókninni. Auk heimilda um íslensku rannsóknina er vísað til málsgagna sem voru lögð fyrir dómstóla í Namibíu um að yfirvöld þar telji fimm Íslendinga tengda spillingarmáli þar sem félög Samherja eru sökuð um að bera fé á embættismenn til að tryggja sér aflaheimildir í umfjöllun Kjarnans í dag. Auk Þorsteins Más eru þeir Ingvar Júlíusson, fjármálstjóri Samherja á Kýpur og í Afríku, Aðalsteinn Helgason, fyrrum starfsmaður Samherja, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Mermaria Seafood Namibia og Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sagði nefndir í málinu í Namibíu. Jóhannes staðfestir við Kjarnann að hann hafi haft réttastöðu grunaðs á Íslandi frá því í nóvember. Hann var yfirheyrður hjá héraðssaksóknara sama dag og fréttaskýringarþáttur Ríkisútvarpsins um ásakanirnar á hendur Samherja fór í loftið 12. nóvember. Þar sagðist Jóhannes hafa framið lögbrot fyrir hönd Samherja í Namibíu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa yfirheyrslur farið fram í tengslum við rannsókn héraðssaksóknara á ásökununum. Fram hefur komið að embætti skattrannsóknarstjóra sé einnig með mál tengd starfsemi Samherja í Namibíu til rannsóknar. Namibísk yfirvöld hafa lagt fram réttarbeiðnir til héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar sem fer fram þar í landi. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um fullyrðingar Kjarnans en staðfestir að embættið hafi málið til rannsóknar og að það sé einnig í samskiptum við yfirvöld í Namibíu. Ekki náðist strax í forsvarsmenn Samherja við vinnslu þessarar fréttar. Dómari spurði hvort að um „rán um hábjartan dag“ væri að ræða Tveimur sakborningum í spillingarmálinu í Namibíu var neitað um lausn gegn tryggingu í Namibíu í gær, þeim Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasyni hans. Þeir eru sakaðir um að hafa þegið mútur frá félögum Samherja í skiptum fyrir veitingu aflaheimilda. Taldi dómarinn í málinu afar ólíklegt að Esau hefði ekki verið kunnugt um fjármuni sem tengdasonur hans hafði upp úr úthlutun kvóta til félaga Samherja. Við fyrstu skoðun virtust gögn staðfesta að allt hafi verið með felldu og að lögum hafi verið fylgt en „þegar maður tekur eitt eða tvö skref til baka og horfir á stærri myndina verður að spyrja spurningarinnar: var þetta rán um hábjartan dag?“, sagði dómarinn að sögn staðarblaðsins The Namibian. Margt af því sem Jóhannes Stefánsson hefði borið vitni um í málinu eigi sér stoð í gögnum málsins, fjármagnsflutningum og framburði annarra vitna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07
Samherji kannast ekki við mögulegar handtökur á Íslandi Namibísk stjórnvöld hafa ekki verið í sambandi við starfsfólk Samherja vegna spillingarrannsóknar þar í landi, að sögn fyrirtækisins. Aðstoðarríkissaksóknari í Namibíu hélt því fram að handtökur á Íslandi væru væntanlegar. 4. júní 2020 15:23