Ingi og Halldóra hæfust í Héraðsdóm Reykjaness Sylvía Hall skrifar 24. júlí 2020 11:10 Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, var metin næst hæfust. Vísir/Egill Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda. Alls sóttu fimmtán um tvö embætti við dóminn, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Ingi er 58 ára og hefur rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu frá árinu 1999. Hann hefur verið formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2017 og hefur setið í úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána frá 2014. Þá var hann settur héraðsdómari við Héraðsdóms Vesturlands þegar hann starfaði sem fulltrúi þar. Ingi var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu í tíu ár og var jafn lengi í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þá telur dómefnd að Halldóra Þorsteinsdóttir lektor sé næst hæfust til þess að hljóta embættið. Halldóra er 36 ára og hefur starfað sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2017 ásamt því að sinna kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Þá hefur hún reynslu af lögmannsstörfum og starfaði einnig sem aðstoðarmaður í Hæstarétti. Samhliða núverandi störfum stundar Halldóra meistaranám í mannréttindum við Háskólann í Lundúnum og hefur ritað alls tólf fræðigreinar um lögfræði, þar af tíu ritrýndar. Eftirtalin sóttu um embættin Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingurAuður Björg Jónsdóttir lögmaðurGuðmundína Ragnarsdóttir lögmaðurHalldóra Þorsteinsdóttir lektorHerdís Hallmarsdóttir lögmaðurIngi Tryggvason lögmaðurIngólfur Vignir Guðmundsson lögmaðurÓlafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómaraRagnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektorSigurður Jónsson lögmaðurSólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómaraSúsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknariÞórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaðurHöskuldur Þórhallsson lögmaður og Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara drógu umsóknir sínar til baka. Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ingi Tryggvason lögmaður sé hæfastur umsækjenda. Alls sóttu fimmtán um tvö embætti við dóminn, en tveir drógu umsóknir sínar til baka. Ingi er 58 ára og hefur rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu frá árinu 1999. Hann hefur verið formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi frá árinu 2017 og hefur setið í úrskurðarnefnd um leiðréttingu verðtryggðra fasteignalána frá 2014. Þá var hann settur héraðsdómari við Héraðsdóms Vesturlands þegar hann starfaði sem fulltrúi þar. Ingi var formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu í tíu ár og var jafn lengi í stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Þá telur dómefnd að Halldóra Þorsteinsdóttir lektor sé næst hæfust til þess að hljóta embættið. Halldóra er 36 ára og hefur starfað sem lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá árinu 2017 ásamt því að sinna kennslu við Háskóla Íslands og Háskólann á Bifröst. Þá hefur hún reynslu af lögmannsstörfum og starfaði einnig sem aðstoðarmaður í Hæstarétti. Samhliða núverandi störfum stundar Halldóra meistaranám í mannréttindum við Háskólann í Lundúnum og hefur ritað alls tólf fræðigreinar um lögfræði, þar af tíu ritrýndar. Eftirtalin sóttu um embættin Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingurAuður Björg Jónsdóttir lögmaðurGuðmundína Ragnarsdóttir lögmaðurHalldóra Þorsteinsdóttir lektorHerdís Hallmarsdóttir lögmaðurIngi Tryggvason lögmaðurIngólfur Vignir Guðmundsson lögmaðurÓlafur Egill Jónsson aðstoðarmaður héraðsdómaraRagnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lektorSigurður Jónsson lögmaðurSólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómaraSúsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknariÞórhallur Haukur Þorvaldsson lögmaðurHöskuldur Þórhallsson lögmaður og Guðfinnur Stefánsson aðstoðarmaður héraðsdómara drógu umsóknir sínar til baka.
Dómstólar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira