Hvetja Bandaríkjastjórn til þess að hafa hemil á lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2020 11:24 Mótmælandi ver sig fyrir táragasi alríkislögreglumanna við alríkisdómshúsið í miðborg Portland í gær. Mótmæli hafa geisað í borginni í meira en fimmtíu nætur. AP/Noah Berger Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan. Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hvatti Bandaríkjastjórn til þess að tryggja að lögreglu- og öryggissveitir beiti mótmælendur og blaðamenn ekki valdi í ósamræmi við tilefni eða handtaki þá ólöglega. Bandarískur dómari skipaði alríkislögreglumönnum í Portland að láta blaða- og eftirlitsmenn í friði í mótmælum sem geisa þar. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta sendi sveit alríkislögreglumanna til Portland í Oregon í óþökk yfirvalda á staðnum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju sem hafa geisað þar í meira en fimmtíu nætur. Alríkislögreglumennirnir eru ómerktir og bera ekki nafnspjöld. Þeir hafa farið um í ómerktum bílum, gripið fólk af götunni og handtekið fyrir litlar eða engar sakir án þess að ákæra fólkið í framhaldinu. Þungvopnaðir lögreglumenn í felulitum hafa skotið táragasi, höggsprengjum og gúmmíkúlum á mótmælendur. Yfirvöld í Portland og Oregon hafa krafist þess að alríkislögregluliðið verði kallað til baka og óttast að vera þess í borginni espi mótmælendur aðeins enn frekar upp. Dómsmálaráðherra Oregon reynir að fá lögbann á aðgerðir alríkisstjórnarinnar. Alríkisdómari úrskurðaði í gær að lögreglumenn alríkisstjórnarinnar mættu ekki handtaka eða beita valdi gegn blaðamönnum og eftirlitsmönnum á mótmælunum. Lögmenn alríkisstjórnarinnar héldu því fram að blaðamenn yrðu að láta sig hverfa ef lögregla skipaði þeim það. AP-fréttastofan segir að lausráðinn ljósmyndari á vegum hennar hafi lagt fram yfirlýsingu fyrir dómi um að alríkislögreglumenn hefðu barið hann með kylfum, og skotið á hann ertandi efnum og gúmmíkúlum. Hópur mæðra sem hefur tekið þátt í mótmælunum í Portland undanfarið með friðartákn á miðvikudag. Mótmælendur hafa safnast saman við alríkisbyggingar í miðborginni um margra vikna skeið.AP/Noah Berger Lögreglumenn verði að gera grein fyrir sér Liz Throssell, talskona Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, lýsti áhyggjum af ástandi mála í Bandaríkjunum á blaðamannafundi í Genf í dag. Löggæsluliðar yrðu að vera vel merktir svo hægt væri að draga þá til ábyrgðar brytu þeir af sér. Fréttir af ómerktum lögreglumönnum sem handtaka fólk án þess að segja deili á sér skapi möguleikann á handahófskenndum eða ólöglegum handtökum, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir henni. „Það er mjög mikilvægt að fólk geti mótmælt friðsamlega, að fólk sé ekki beitt valdi að nauðsynjalausu, í ósamræmi við tilefni eða á óréttlátan hátt,“ sagði Throssell. Innri endurskoðendur tveggja bandarískra alríkisstofnana, þar á meðal dómsmálaráðuneytisins, hafa opnað rannsóknir á framferði alríkislögreglumannanna. Dómsmálaráðuneytið kannar þannig hvernig lögreglumennirnir hafa beitt valdi og endurskoðandi heimavarnaráðuneytisins skoðar hvort að þeir hafi handtekið og flutt mótmælendur ólöglega. Trump forseti ætlar aftur á móti að senda alríkislið til fleiri borga sem pólitískir andstæðingar hans stjórna, þar á meðal Chicago og Albuquerque. Hann á nú verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum fyrir forsetakosningar í haust og hefur fyrir vikið í vaxandi mæli beint spjótum sínum að baráttu gegn glæpu. Sakar hann demókrata um að leyfa glæpamönnum að vaða uppi og líkir ástandinu í mótmælunum í Portland við stríðshráðja ríkið Afganistan.
Bandaríkin Donald Trump Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36 Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55 Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Alríkislögregla skaut táragasi á borgarstjóra Portland Borgarstjóri Portland í Oregon í Bandaríkjunum var í hópi mótmælenda sem löggæsluliðar alríkisstjórnarinnar skutu táragasi á í gærkvöldi. Mótmælin beindust að veru ómerktra og þungvopnaðra alríkislögreglumanna í felulitum í borginni. 23. júlí 2020 10:36
Hótar að senda leynilögreglu til borga sem demókratar stýra Ómerktir alríkislögreglumenn gætu verið sendir til nokkurra bandarískra borga á næstunni ef Donald Trump forseta verður að vilja sínum. 21. júlí 2020 11:55
Sendir alríkislögreglumenn til tveggja „stjórnlausra“ borga Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að sveitir alríkislögreglumanna verði sendir til borganna Chicago og Albuquerque, þvert á óskir ríkisstjóra og borgarstjóra. 22. júlí 2020 23:38