Háskólakennarinn fluttur í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2020 09:09 Gilbert er sögð hafa verið fangelsuð í september 2018. Twitter Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð. Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Háskólakennarinn Kylie Moore-Gilbert sem var fangelsuð í Íran árið 2018 vegna ásakana um njósnir hefur verið flutt í fangelsi úti í miðri írönsku eyðimörkinni sem er þekkt vegna þess að þangað hafa pólitískir fangar jafnan verið fluttir og dúsað við slæman aðbúnað. Moore-Gilbert afplánar nú 10 ára fangelsisdóm en hún er sökuð um að hafa stundað njósnir í Íran. Hún er lektor við háskólann í Melbourne í stjórnmálum Mið-Austurlanda en hún hefur setið í írönsku fangelsi frá því í september 2018. Hún hefur ítrekað neitað sök en réttarhöldin yfir henni fóru fram í leyni. Áströlsk yfirvöld hafa lýst því yfir að Írönsk yfirvöld beri ábyrgð á heilsu og velferð Moore-Gilbert og hafa reynt að ná sambandi við hana án árangurs. Mál hennar er að sögn ástralskra yfirvalda í miklum forgangi hjá utanríkisráðuneyti landsins. Sjá einnig: Ástralski háskólakennarinn sagður hafa verið yfir ár í einangrunarvist Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Ástralíu sem birt var í gær segir að Íran hafi staðfest það að Moore-Gilbert hafi verið flutt í Qarchak fangelsið. Þangað eru pólitískir fangar iðulega fluttir og hafa fangar þaðan lýst aðstæðum í fangelsinu sem ömurlegum. Hingað til hefur Moore-Gilbert verið haldið í Evin fangelsinu í Tehran, höfuðborg Íran, og að sögn vinar hennar hafði hún ekki einu sinni aðgang að bedda í klefanum sínum þar, hún hafi þurft að sofa á gólfi fangelsisins. Þá hefur henni verið haldið í einangrun og hefur hún farið í nokkur hungurverkföll. Þá er hún sögð hafa sætt barsmíðum fyrir að hafa reynt að stappa stálinu í samfanga sína með því að skrifa til þeirra skilaboð annað hvort á veggi fangelsisins eða á bréfsnifsi. Sjá einnig: Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Að sögn eiginmanns bresk-íranska góðgerðarstarfsmannsins Nazanin Zaghari-Ratcliffe – sem hefur setið í fangelsi í Íran frá 2016 vegna ásakana um njósnir sem hún hefur alltaf neitað – er Qarchak staður sem „írönsk yfirvöld senda kvenkyns pólitíska fanga þegar þau vilja brjóta þær niður.“ Hann segir að í fangelsinu sé ekkert hreint vatn, matur sé af skornum skammti, þar ráði gengi ríkjum sem leiði til þess að konurnar þurfi að bíða svo mánuðum skipti eftir að fá rúmpláss. Zaghari-Ratcliffe og Moore-Gilbert þekkjast en þær hafa farið saman í hungurverkföll. Þá á Moore-Gilbert að hafa verið boðið frelsi, að hennar eigin sögn, gegn því vilyrði að hún myndi stunda njósnir fyrir Íran. Hún hafi afþakkað það boð.
Íran Ástralía Tengdar fréttir Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Háskólakennarinn segist ítrekað hafa neitað að gerast njósnari fyrir Íran Kylie Moore-Gilbert, bresk-ástralskur háskólakennari sem setið hefur í fangelsi í Íran síðan árið 2018, er sögð hafa hafnað tilboði íranskra yfirvalda um að gerast njósnari í skiptum fyrir frelsi. 21. janúar 2020 09:08