Lífið

Stjörnu­lífið: Svona var Verslunar­manna­helgin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjörug helgi að baki þrátt fyrir aðstæður.
Fjörug helgi að baki þrátt fyrir aðstæður.

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Nú er stærsta ferðahelgi ársins að baki og hefur hún líklega aldrei verið eins fyrirferðalítil og í ár sökum útbreiðslu kórónuveirunnar. Engar útihátíðir fóru fram í ár og hefur það líklega ekki gerst í fjölda ára. 

En alltaf finna Íslendingar sér eitthvað að gera. 

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason skellti sér út á sjó með föður sínum. 

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir og knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson ferðuðust innanlands um helgina og það með góðum vinum. 

Landsliðsmaðurinn Theódór Elmar Bjarnason og tískubloggarinn Pattra Sriyanonge eru mætt til landsins í sumarfrí og njóta lífsins hér. Þau búa í Tyrklandi þar sem Elmar leikur knattspyrnu sem atvinnumaður.

Dansarinn Ástrós Tryggvadóttir hefur verið á ferð um landið síðustu daga. 

Leikkonan Kristín Pétursdóttir skemmti sér vel með fjölskyldu sinni um helgina í bústað. Þar var meðal annars heljarinnar Stuðmannateiti. 

Leikkonan Ragnheiður Ragnarsdóttir naut sín í Grettislaug í Skagafirði.

Ástrós skellti sér einnig í Guðlaug með Birgittu Líf Björnsdóttur. 

Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsson stilltu sér upp með börnunum fyrir myndatöku við Jökulsárlón. 

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir birti þessa fallegu mynd um helgina. 

 Síðasta hálfa árið hefur liðið hratt hjá Ásdísi Rán. 

Lítið annað að gera fyrir Sölku Sól en að vera mamma í fullu starfi í þessum skrýtna heimi sem við lifuð í dag. 

Þessar myndir birtust á grínsíðunni Menningarmyndir. Þar má sjá tvær myndir af Skúla Mogensen með nokkuð mörgum árum á milli. Eflaust margir sem tengja á þessum þriðjudegi.

Felix Bergsson var með fjölskyldunni á Hótel Grímsborgum um helgina. 

París orðin næstuppáhaldsborg Línu Birgittu eftir síðustu daga. Hún var þar með kærastanum sínum Guðmundi Birki Pálmasyni, einum vinsælasta hnykkjara landsins.

Samfélagsmiðlastjarnan Katrín Edda birti fallega mynd frá Stuðlagili um helgina. 

Tónlistarkonan Greta Salóme sólaði sig á Laugavatni. 

 Nökkvi Fjalar eyddi Verslunarmannahelginni með systkinum sínum og það í fyrsta sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×