Neil Young höfðar mál gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 09:34 Neil Young. AP/Amy Harris Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira