Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. ágúst 2020 20:00 Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar. Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. Efnið ammóníum nítrat er þekkt í framleiðslu á sprengiefni en það er einnig notað í áburði. Það var flutt til landsins fyrir Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi sem hætti störfum upp úr aldamótum en síðan þá hefur innflutningur á efninu verið í lágmarki. „Samkvæmt okkar vitneskju þá er enginn stór lager af þessu. Þetta er kannski geymt í litlu magni en við teljum þá að það sé geymt af fagmönnum því menn þurfa að hafa leyfi til að kaupa þetta,“ sagði Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að sprengingin í Beirút hafi orðið þegar eldur barst í ammóníum nítrat sem hafði verið geymt í um árabil, en þegar efnið er geymt lengi byrjar það að skilja sig. „Það er töluvert hlýrra þarna úti en hér heima og þá er stundum talað um að efnið geti farið að skilja sig þannig að það fari úr þeim fasa sem það er og brotni niður og þá er aukin hætta. Efnið eitt og sér kallar á að það þarf að fara varlega. Menn þurfa að hafa leyfi og meðhöndla það rétt. Ef slys yrði hér þá myndi það verða mikið mikið minna en menn þurfa þó alltaf að fara varlega,“ sagði Jón Viðar. Slökkviliðið hefur ekki fengið tilkynningar um úttekt á geymslum vegna gruns um varðveislu á miklu magni efnisins, en geymsla á meira en 500 kílóum af ammoníum nítrat áburði er háð samþykki slökkviliðsstjóra. „Ef fólk verður vart við þetta þá bara láta heyra í sér. Bæði við, Vinnueftirlitið og Landhelgisgæslan erum á tánum gagnvart þessu,“ sagði Jón Viðar.
Sprenging í Beirút Almannavarnir Tengdar fréttir 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels