Sílemaðurinn Alexis Sanchez átti eftir tvö ár af samningi sínum við Manchester United en svo mikið vildi félagið losna við hann að hann kostaði Internazionale ekki krónu.
Internazionale er nú búið að staðfesta það að lánsmaðurinn Alexis Sanchez er nú orðinn formlega fullgildur leikmaður Mílanóliðsins.
Alexis Sanchez hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning sem rennur út sumarið 2023.
Alexis Sanchez var á láni hjá Inter á þessu tímabili en hann átti eftir tvö ár af samningi sínum við Manchester United.
| ANNOUNCEMENT@Alexis_Sanchez has joined Inter on a free transfer https://t.co/2IbrSjiogi
— Inter (@Inter_en) August 6, 2020
Manchester United vildi hins vegar endilega losna við leikmanninn og þá sérstaklega við það að greiða honum himinhá laun fyrir að gera ekkert fyrir félagið. Alexis Sanchez fékk því að fara frá United á frjálsri sölu.
Alexis Sanchez fékk 400 þúsund pund í vikulaun hjá Manchester United, eða meira en sjötíu milljónir og því er ekkert skrítið að félagi fagni því að borga slíka upphæð í hverri viku.
Alexis Sanchez gat ekkert hjá Manchester United þrátt fyrir að hafa verið stórstjarna hjá Arsenal. Hann hefur aftur á móti aðeins minnt á sig hjá Internazionale þar sem hann var með 4 mörk og 9 stoðsendingar í 22 deildarleikjum á nýloknu tímabili.