Körfubolti

Hard­en af­greiddi LeBron lausa Lakers og Lillard í rosa­legu stuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harden í leiknum í nótt.
Harden í leiknum í nótt. vísir/getty

Átta leikir fóru fram í NBA-körfuboltanum í nótt. LA Lakers tapaði öðrum leiknum í röð og Damian Lillard var í banastuði gegn Denver.

LA Lakers hafði nú þegar tryggt sér toppsæti Vesturdeildarinnar en þeir töpuðu 113-97 gegn Houston í nótt.

Ein helsta ástæðan fyrir tapinu var mögnuð frammistaða James Harden. Hann gerði 39 stig, tók átta fráköst og gaf tólf stoðsendingar.

LeBron James horfði á leikinn frá varamannabekknum en hann var hvíldur í leiknum í nótt.

Damian Lillard gerði sér lítið fyrir og skoraði 45 stig er Portland vann tíu stiga sigur á Denver, 125-115.

Öll úrslit næturinnar:

New Orleans - Sacramento 125-140

Miami - Milwaukee 116-130

Indiana - Phoenix 99-114

LA Clippers - Dallas 126-111

Portland - Denver 125-115

LA Lakers - Houston 97-113

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×