Ósátt við að Bandaríkin reyni að stýra ferðinni hjá WHO Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 22:55 Viðræður um umbætur á WHO hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Tilraunir Bandaríkjanna til að reyna að ráða ferðinni þrátt fyrir að þau ætli að segja sig frá stofuninni á næsta ári féllu ekki í kramið hjá Frökkum og Þjóðverjum. Vísir/EPA Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira